Færsluflokkur: Bloggar

Japönskukennsla dagsins

Góðan daginn-Konnichi wa

Hvernig hefur þú það-Ogenki deska

Takk-Arigato


 

 


Rjóð í "kinnum".

Við brottför frá Seattle á leið til Petropavlovsk á Kamchatskaskaga í Rússlandi má með sanni segja að það hafi verið hellt úr fötu yfir stífpressaða áhöfnina sem og farþegana. Augnablikið sem allir höfðu beðið efir var loksins gengið í garð og allir önduðu léttar. Ferðalagið var hafið og framundan var 7 tíma flug til Rússlands til að taka eldsneyti. Eftir það beið okkar annað 4 tíma flug til Osaka.

Fyrir flugtak var boðið uppá Kampavín og Mímósu, einnig freistaði "BM" þó nokkurra. 

Að sjálfsögðu fórum við af stað á undan áætlun með "pushback" 15 mínútum fyrir áætlun og var flugtakið 17:59 GMT. 

Flugvélin okkar, TF-FII sem nefnd var Eyjafjallajökull, verður heimilið okkar að heiman næstu þrjár vikurnar og að sjálfsögðu vakti það strax viðbrögð hjá farþegum þar sem þetta nafn hefur heldur betur farið eins og eldur í sinu (eldgos) um heimsbyggðina síðan í vor, sumir reyndu meira að segja að bera nafnið fram.

Eftir um það bil fjögurra tíma flug fórum við yfir daglínuna á Kyrrahafinu og þar með breyttist flugvélin okkar í tímavél og sunnudagskvöldið 10. október kl. 22:50 varð að mánudagsmorgninum 11. október kl. 10:50 á einu andartaki.

Steinar flugstjóri hélt farþegunum vel upplýstum um staðreyndir tímaflakksins og höfðu við öll gaman af.

Flugið til herflugvallarins Petropavlovski gekk vel og eins og gömlum herflugvell sæmir þá var viðhaldið í slakara lagi og brautin minnti á íslenskan fjallaveg í vorleysingum (;

Á móti okkur tók hópur föngulegra Rússa með óbilandi áhuga á vegabréfum landans. Gegn því að afhenda vegabréfin fengum við að snerta rússneska grund eitt augnablik í haustteygjunum. Okkar kona á staðnum var einstaklega falleg og liðleg og áður en við vissum vorum við komin með flugtaksheimild og alles.

Flugið til Osaka í Japan tók um 4 tíma og var byrjað á því að framreiða íslenskan kavíar, ísskaldan vodka og kampavín.

Að því loknu var borinn fram kvöldmatur með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og vakti maturinn og þjónustan um borð mikla lukku.

Þrátt fyrir langan flugtíma rétt náðum við að skella okkur í sætin áður en Jökulinn okkar snerti japanska grund.

Við tók japönsk nákvæmni þar sem hvert smáatriði var skipulagt út í ystu æsar, við vorum varla lent fyrr en búið var ganga frá öllum atriðum í undirbúningi fyrir brottflugið til Hanoi í Víetnam að tveimur dögum loknum, meira að segja var búið að úthluta flugvélastæði við rana númer 40 og geri aðrir betur!

Ógleymanleg augnablik:

Einn af farþegunum okkar bað Bassa um "sport jackertinn" sinn, og Bassi allur að vilja gerður reif upp alla skápana um borð að leit sinni að "íþróttajakkanum" góða, sem skildist sem t.d. Nike, Puma, Adidas og meira að segja Henson merki.

Málið upplýstist þegar skyndikennsla í ensku fór fram og kom þá í ljós að "sport jacket" er bara gamaldags herrajakki eða "Blazer".

Eftir langa vakt fannst okkur þetta það alfyndnasta sem við höfðum lengi heyrt eða verið blog.is fært!!

Einn rausnarlegur herramaður að vanda ákvað að panta tónik (getið fyrir hvern) á hótelinu. Skömmu síðar mætir fögur japönsk mær með lítið handklæði á því lá agnarsmá flaska af "hairtonic" eða hárstífelsi! 

Tungumálaerfiðleikarnir lengi lifi. Þetta minnti óneitanlega suma á þegar ein ónefnd pantaði "Bloddy Mary" í einu afríkuríkinu hér um árið og var spurð hvort það væri samloka!!

Salernismál hér eru öðruvísi en við eigum að venjast en fyrir þá sem ekki vita þá eru japönsk klósett hátæknivætt, með þrýstistútum og hitara í setu þannig að erfitt hefur verið að ná sumum af dollunni.

 En nóg í bili og heyrumst á morgun. Sayonara.


Keflavík-Seattle

TÁR, BROS OG HÆLASKÓR!


“Not I - not anyone else, can travel that road for you.

-You must travel it for yourself.”


Þessi fleygu orð eru höfð eftir ljóðskáldinu bandaríska Walt Whitman og

gerum við þau að okkar, enda eiga þau vel við!


Mættum galvösk, sum okkar í áhafnaherbergið í Reykjavík kl. 6:10 og restin af galvaska fólkinu í Keflavík. Það var sammerkt með okkur öllum að við höfðum sofið misvel og reyndist andvökutímabilið hjá flestum áhafnarmeðlimum vera til um kl 01:30.

Öðrum reyndist erfitt að vakna en við nefum engin nöfn!


TF-FII, sem nýlega hlaut nafnið Eyjafjallajökull, beið okkar úti á hlaði en þangað fórum við nánast rakleitt eftir að hafa innritað töskurnar okkar og keypt íslenskt sælgæti til að gleðja farþegana okkar sem bíða okkar fullir tilhlökkunnar. Vélin var og er alveg til fyrirmyndar, ákaflega snyrtileg og glæsileg.


Við byrjuðum á því sem við gerum alltaf, héldum smá fund, fengum flugtímann sem var 7 klukkustundir og 35 mínútur á leið okkar til Seattle þar sem ferðin hefst formlega og gerðum svo okkar öryggisskoðun og annað sem okkur ber að gera.

Það var mikill handagangur í öskjunni, verið var að leggja lokahönd á það að raða inn í eldhúsin og svona ykkur til upplýsingar að þá er ekkert lítið sem fylgir svona heimsborgurum (; enda allt til alls.


Að hleðslu lokinni var hurðum vélarinnar lokað og þær tengdar!

Þetta var að bresta á… Öll tilhlökkunin og spennan sem brotist hefur út á ýmsan skemmtilegan hátt hjá okkur varð að veruleika.

Á slaginu 8:30 hófum við okkur til flugs, líkamlega og ekki síður andlega, sum okkar með súrsæt tár í augnhvörmunum eftir að hafa kvatt ástvini okkar og fjölskyldur en með það fyrir víst að jafnframt verði endurfundir okkar þeim mun sætari þegar heim er komið. Við verðum núna samrýmd fjölskylda næstu þrjár vikurnar og munum við reiða okkur hvert á annað.


Eftir tæplega sólarhringsdvöl í Seattle er stefnan tekin til Japans með millilendingu í Rússlandi til að taka eldsneyti en við segjum nánar frá því síðar.


Við kveðjum í bili og þökkum fyrir allan stuðninginn sem okkur hefur verið veitt af okkar nánustu og öllum þeim sem komu að því að gera þessa ferð að veruleika.


Kveðja, áhöfnin FI-1440, ROGER – ROGER - OVER - OUT!

HUH?



IMG 3347litilIMG 3357litil

Margar hendur vinna létt verk!

Flugeldhúsið - heimavöllur Bassa og Jóns.

Við flugfreyjurnar ákváðum hittast miðvikudaginn 6. október uppi í Flugeldhúsi, undir handleiðslu Jennýar Þorsteins, sem hefur staðið sig eins og hetja við það að púsla þessu öllu saman! Takk fyrir allt Jenný (; og er rétt hægt að ímynda sér hvað þú verður glöð þegar við höldum á vit ævintýranna frá Seattle.

Tilgangur ferðarinnar var að hitta Bassa og Jón og raða í kisturnar og borðin eftir nákvæmum og útpældum leiðbeiningum og teikningum, svona fyrir fyrsta legg og kannski rúmlega það. Ýmisskonar hlutir gerðir eins og fyllt á snyrtibuddur o.fl. Kokteilhristarar tíndir til og annað sem við þurfum að nota. Þetta verður fjör ;)

Auk þess fengum við að skoða vélina TF-FII eða Eyjafjallajökulinn okkar sem verður okkar annað hemili næstu 3 vikurnar en hún er búin að vera í hamskiptum uppi í flugsskýli hjá ITS síðustu daga.

Það eru m.a. ný teppi á gólfum, búið að setja upp huggulegan lounge eða setustofu aftast og þar munu Kristín Ingva og Birgitta María þjóna til borðs líkt og á veitingastað og mun Jón vera í því eldhúsi. En að öðru leyti eru lúxussæti um alla vél sem Björg Jónasar og Kristín Helga munu sjá um, svona gróflega skipt en Bassi verður í fremra eldhúsi.
Það mun ekki væsa um farþegana okkar, frekar en fyrri daginn og allir í áhöfninni svo áhugasamir og tilbúnir í þetta einstaka ferðalag - ekki annað hægt!

ZÚMBA - ZÚMBA í boði Nordica Hótels

Í síðustu viku var hist og farið í Zumba tíma á Nordica Hóteli og var tíminn í boði þeirra og kunnum við þeim best þakkir fyrir það.
Þetta var alveg geggjaður tími og allir höfðu mikið gaman af og höfðu mismiklar harðsperrur upp úr krafsinu.

Svo er aldrei að vita nema afrakstur tímans verði notaður í frumsaminn dans áhafnarinnar - og já, það verður kirfilega fest á minniskubb.

En nóg í bili - allir eru að hnýta síðustu lausu hnútana fyrir brottförina sem verður innan 40 klukkustunda...!

Adios amigos...


« Fyrri síða

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband