Margar hendur vinna létt verk!

Flugeldhúsið - heimavöllur Bassa og Jóns.

Við flugfreyjurnar ákváðum hittast miðvikudaginn 6. október uppi í Flugeldhúsi, undir handleiðslu Jennýar Þorsteins, sem hefur staðið sig eins og hetja við það að púsla þessu öllu saman! Takk fyrir allt Jenný (; og er rétt hægt að ímynda sér hvað þú verður glöð þegar við höldum á vit ævintýranna frá Seattle.

Tilgangur ferðarinnar var að hitta Bassa og Jón og raða í kisturnar og borðin eftir nákvæmum og útpældum leiðbeiningum og teikningum, svona fyrir fyrsta legg og kannski rúmlega það. Ýmisskonar hlutir gerðir eins og fyllt á snyrtibuddur o.fl. Kokteilhristarar tíndir til og annað sem við þurfum að nota. Þetta verður fjör ;)

Auk þess fengum við að skoða vélina TF-FII eða Eyjafjallajökulinn okkar sem verður okkar annað hemili næstu 3 vikurnar en hún er búin að vera í hamskiptum uppi í flugsskýli hjá ITS síðustu daga.

Það eru m.a. ný teppi á gólfum, búið að setja upp huggulegan lounge eða setustofu aftast og þar munu Kristín Ingva og Birgitta María þjóna til borðs líkt og á veitingastað og mun Jón vera í því eldhúsi. En að öðru leyti eru lúxussæti um alla vél sem Björg Jónasar og Kristín Helga munu sjá um, svona gróflega skipt en Bassi verður í fremra eldhúsi.
Það mun ekki væsa um farþegana okkar, frekar en fyrri daginn og allir í áhöfninni svo áhugasamir og tilbúnir í þetta einstaka ferðalag - ekki annað hægt!

ZÚMBA - ZÚMBA í boði Nordica Hótels

Í síðustu viku var hist og farið í Zumba tíma á Nordica Hóteli og var tíminn í boði þeirra og kunnum við þeim best þakkir fyrir það.
Þetta var alveg geggjaður tími og allir höfðu mikið gaman af og höfðu mismiklar harðsperrur upp úr krafsinu.

Svo er aldrei að vita nema afrakstur tímans verði notaður í frumsaminn dans áhafnarinnar - og já, það verður kirfilega fest á minniskubb.

En nóg í bili - allir eru að hnýta síðustu lausu hnútana fyrir brottförina sem verður innan 40 klukkustunda...!

Adios amigos...


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinkonur.. óska ykkur innilega góðrar ferðar og góðrar skemmtunar. Ég er alveg viss um að þetta verður góð ferð hjá ykkur. Og farþegarnir eiga eftir að komast að því hversu heppnir þeir eru, að hafa þetta einvala skemmtilega lið með sér. Njótið til fulls elskurnar mínar,

Kv. Habbý

Hrafnhildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband