10.10.2010 | 05:38
Keflavík-Seattle
TÁR, BROS OG HÆLASKÓR!
Not I - not anyone else, can travel that road for you.
-You must travel it for yourself.
Þessi fleygu orð eru höfð eftir ljóðskáldinu bandaríska Walt Whitman og
gerum við þau að okkar, enda eiga þau vel við!
Mættum galvösk, sum okkar í áhafnaherbergið í Reykjavík kl. 6:10 og restin af galvaska fólkinu í Keflavík. Það var sammerkt með okkur öllum að við höfðum sofið misvel og reyndist andvökutímabilið hjá flestum áhafnarmeðlimum vera til um kl 01:30.
Öðrum reyndist erfitt að vakna en við nefum engin nöfn!
TF-FII, sem nýlega hlaut nafnið Eyjafjallajökull, beið okkar úti á hlaði en þangað fórum við nánast rakleitt eftir að hafa innritað töskurnar okkar og keypt íslenskt sælgæti til að gleðja farþegana okkar sem bíða okkar fullir tilhlökkunnar. Vélin var og er alveg til fyrirmyndar, ákaflega snyrtileg og glæsileg.
Við byrjuðum á því sem við gerum alltaf, héldum smá fund, fengum flugtímann sem var 7 klukkustundir og 35 mínútur á leið okkar til Seattle þar sem ferðin hefst formlega og gerðum svo okkar öryggisskoðun og annað sem okkur ber að gera.
Það var mikill handagangur í öskjunni, verið var að leggja lokahönd á það að raða inn í eldhúsin og svona ykkur til upplýsingar að þá er ekkert lítið sem fylgir svona heimsborgurum (; enda allt til alls.
Að hleðslu lokinni var hurðum vélarinnar lokað og þær tengdar!
Þetta var að bresta á Öll tilhlökkunin og spennan sem brotist hefur út á ýmsan skemmtilegan hátt hjá okkur varð að veruleika.
Á slaginu 8:30 hófum við okkur til flugs, líkamlega og ekki síður andlega, sum okkar með súrsæt tár í augnhvörmunum eftir að hafa kvatt ástvini okkar og fjölskyldur en með það fyrir víst að jafnframt verði endurfundir okkar þeim mun sætari þegar heim er komið. Við verðum núna samrýmd fjölskylda næstu þrjár vikurnar og munum við reiða okkur hvert á annað.
Eftir tæplega sólarhringsdvöl í Seattle er stefnan tekin til Japans með millilendingu í Rússlandi til að taka eldsneyti en við segjum nánar frá því síðar.
Við kveðjum í bili og þökkum fyrir allan stuðninginn sem okkur hefur verið veitt af okkar nánustu og öllum þeim sem komu að því að gera þessa ferð að veruleika.
Kveðja, áhöfnin FI-1440, ROGER ROGER - OVER - OUT!
HUH?


Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð elskurnar, var að skoða myndbandið af farþegarýminu. Þetta er svaka flott að ég tali nú ekki um þegar KRI verður búin að leggja skreytingarhönd sína yfir þetta:)
Njótið ávallt til fulls og upplifið mómentið.. hugsa til ykkar. Bkv. Habbý
Hrafnhildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 11:27
ómæ! komið blogg!! ÆÐI! og bara nett drama í gangi.."súrsæt tár í hvörmum"! hahahahha..ég varð bara meir! Var engin kaka? :-)
Well GÓÐA FERÐ aftur og ég verð stokkerinn á blogginu, verið viðbúin konunni í barneignarleyfinu!! VÚBB VÚBB!
Knússssssssss! Guðrún Fríður
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.