11.10.2010 | 14:41
Rjóð í "kinnum".
Við brottför frá Seattle á leið til Petropavlovsk á Kamchatskaskaga í Rússlandi má með sanni segja að það hafi verið hellt úr fötu yfir stífpressaða áhöfnina sem og farþegana. Augnablikið sem allir höfðu beðið efir var loksins gengið í garð og allir önduðu léttar. Ferðalagið var hafið og framundan var 7 tíma flug til Rússlands til að taka eldsneyti. Eftir það beið okkar annað 4 tíma flug til Osaka.
Fyrir flugtak var boðið uppá Kampavín og Mímósu, einnig freistaði "BM" þó nokkurra.
Að sjálfsögðu fórum við af stað á undan áætlun með "pushback" 15 mínútum fyrir áætlun og var flugtakið 17:59 GMT.
Flugvélin okkar, TF-FII sem nefnd var Eyjafjallajökull, verður heimilið okkar að heiman næstu þrjár vikurnar og að sjálfsögðu vakti það strax viðbrögð hjá farþegum þar sem þetta nafn hefur heldur betur farið eins og eldur í sinu (eldgos) um heimsbyggðina síðan í vor, sumir reyndu meira að segja að bera nafnið fram.
Eftir um það bil fjögurra tíma flug fórum við yfir daglínuna á Kyrrahafinu og þar með breyttist flugvélin okkar í tímavél og sunnudagskvöldið 10. október kl. 22:50 varð að mánudagsmorgninum 11. október kl. 10:50 á einu andartaki.
Steinar flugstjóri hélt farþegunum vel upplýstum um staðreyndir tímaflakksins og höfðu við öll gaman af.
Flugið til herflugvallarins Petropavlovski gekk vel og eins og gömlum herflugvell sæmir þá var viðhaldið í slakara lagi og brautin minnti á íslenskan fjallaveg í vorleysingum (;
Á móti okkur tók hópur föngulegra Rússa með óbilandi áhuga á vegabréfum landans. Gegn því að afhenda vegabréfin fengum við að snerta rússneska grund eitt augnablik í haustteygjunum. Okkar kona á staðnum var einstaklega falleg og liðleg og áður en við vissum vorum við komin með flugtaksheimild og alles.
Flugið til Osaka í Japan tók um 4 tíma og var byrjað á því að framreiða íslenskan kavíar, ísskaldan vodka og kampavín.
Að því loknu var borinn fram kvöldmatur með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og vakti maturinn og þjónustan um borð mikla lukku.
Þrátt fyrir langan flugtíma rétt náðum við að skella okkur í sætin áður en Jökulinn okkar snerti japanska grund.
Við tók japönsk nákvæmni þar sem hvert smáatriði var skipulagt út í ystu æsar, við vorum varla lent fyrr en búið var ganga frá öllum atriðum í undirbúningi fyrir brottflugið til Hanoi í Víetnam að tveimur dögum loknum, meira að segja var búið að úthluta flugvélastæði við rana númer 40 og geri aðrir betur!
Ógleymanleg augnablik:
Einn af farþegunum okkar bað Bassa um "sport jackertinn" sinn, og Bassi allur að vilja gerður reif upp alla skápana um borð að leit sinni að "íþróttajakkanum" góða, sem skildist sem t.d. Nike, Puma, Adidas og meira að segja Henson merki.
Málið upplýstist þegar skyndikennsla í ensku fór fram og kom þá í ljós að "sport jacket" er bara gamaldags herrajakki eða "Blazer".
Eftir langa vakt fannst okkur þetta það alfyndnasta sem við höfðum lengi heyrt eða verið blog.is fært!!
Einn rausnarlegur herramaður að vanda ákvað að panta tónik (getið fyrir hvern) á hótelinu. Skömmu síðar mætir fögur japönsk mær með lítið handklæði á því lá agnarsmá flaska af "hairtonic" eða hárstífelsi!
Tungumálaerfiðleikarnir lengi lifi. Þetta minnti óneitanlega suma á þegar ein ónefnd pantaði "Bloddy Mary" í einu afríkuríkinu hér um árið og var spurð hvort það væri samloka!!
Salernismál hér eru öðruvísi en við eigum að venjast en fyrir þá sem ekki vita þá eru japönsk klósett hátæknivætt, með þrýstistútum og hitara í setu þannig að erfitt hefur verið að ná sumum af dollunni.
En nóg í bili og heyrumst á morgun. Sayonara.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að allt gekk vel og allir glaðir!! Knús til ykkar ;)
Gurrý Matt (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 15:21
Gott að heyra að allt gengur vel :) Frábært að geta fylgst með ykkur á blogginu .)
Emma Hulda Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 21:28
Spurning hvort "ónefnd" ætti ekki bara að drekka Coca Cola.. það er svo international ... nei nei, bara smá grín. Gott að allt gengur vel og húmorinn á réttum stað :) En er ekki örugglega búið að kenna strákunum helstu tískuorðin fyrir árið 2010??? Skemmtið ykkur vel :)
Bkv. Habbý
Hrafnhildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 01:05
Frábært hvað allt gekk vel og gott að húmorinn er til staðar...hlakka til að fylgjast með ykkur...;-)
Hanna Sigga (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.