12.10.2010 | 16:43
Osaka - Kyoto
Hættu nú Takka, nú er komið nóg
Vakning var stundvíslega klukkan 08:15 á degi eitt og var fólk mishresst, það var eins og sumir hefðu lent undir valtara en aðrir báru sig vel.
Misó súpa, dumplings, hrísgrjóna fiskisúpa sem og alþjóðlegur morgunverður í Barbie stærð rann ljúflega niður. Við fundum all snarlega fyrir dýrtíðinni hér því morgunmaturinn kostaði 3.200 YEN eða u.þ.b. 4.000 ÍKR.
Við sátum vel og lengi og borðuðum fyrir ALLAN peninginn! En ekki hvað?
Leiðangursstjórarnir (essin tvö Sigurvin og Steinar ) sáu um skipulagningu dagsins, en framundan var dagsferð til Kyoto. Við ætluðum með hraðlestinni en vegna tungumálaörðugleika skelltum við okkur í eitt stærsta neðanjarðarkerfi á byggðu bóli í venjulega lest en það skiptir nú ekki öllu.
Lestarferðin til Kyoto var þægileg, hinsvegar urðu stúlkurnar, sem eru í minnihlutahópi í þessari áhöfn, fyrir miklum vonbrigðum þegar þær uppgvötuðu á leiðarenda að þær hefðu átt að ferðast með kynsystrum sínum í dömuvagninum, en þar er allt káf og aðrir ósiðir stranglega bannaðir.
Í Kyoto beið okkar hin japanska Takka sem tók starf sitt mjög alvarlega svo ekki sé meira sagt. Ferðin hófst með strætóferð með innfæddum. Síðan tók við um 8 km og 5 klukkustunda gönguferð á milli frægra hofa og bænahúsa. Úff - já 5 klukkustundir!
Fyrsti áfangastaðurinn var Kiyomizu hof með um 30 byggingum byggt í brattri hlíð með eftirtektatverðum arkitektúr. Þar t.d. hrækti Bjössi óvart í heilagan brunn og heyrðist þá í einhverjum: European´s. He he.
Næsti áfangastaður var Kodaiji hof, sem hreyfði mikið við okkur en þar var ótrúlegur friður og mikil ró yfir staðnum.
Þriðji staðurinn var Yasaka bænahús (shrine) og var hrifningin engu minni á þessum stað.
Á leið okkar á milli staða urðu á vegi okkar Miko en það eru Geiko eða Geisjur í þjálfun og útskýrði Takka vel og rækilega allt það ferli fyrir okkur.
Við vorum eins og Lísa í Undralandi alveg dolfallin af hrifningu svo ekki sé meira sagt og Kyoto án efa ein hreinasta borg sem við höfum komið til og höfum við mikla sameiginlega ferðareynslu.
Japanir eru sérstaklega snyrtilegir, kurteisir, þægilegir og glaðir. Eins er ljóst að bandarísk matarmenning með öllum sínum ókostum hefur sem betur fer enn ekki náð fótfestu hér enda eru flestir hér mjög grannir og ENGINN borðandi né drekkandi úti á götu og er hvergi rusl né tyggjóslettur að sjá og allt stífglansandi.
Hinsvegar eins og við hin þá eiga þeir sýna sérkennilegu einkenni og hér kemur eitt þeirra þeir ganga nánast allir sem einn í of stórum skóm allavega svona tveimur til fjórum múmerum of stórir. Síðan eru skórnir notaðir eins og töflur.
Annað varðandi skótískuna hér en Stígvélaði kötturinn hefði verið á heimavelli í 27C hita því loðfóðruð stígvél eru greinilega málið.
Karlpeningurinn er enginn eftirbátur japanskra fljóða hvað varðar tísku og sáum við fyrir okkur mikla samkeppni kynjanna á Barbie baðherbergjunum á morgnana!
Eftir daginn voru íslensku Víkingarnir með sauðasvipinn orðnir ansi lúnir en Takka tók ekki í mál að stytta gönguferðina hvað þá að hleypa okkur í bjórpásu!
Okkur tókst að fá 5 mínútur til að fjárfesta í Kimanóum á dömurnar, meira að segja Vintage kímanó með vonandi gott karma.
Það verður hinsvegar örugglega gaman að fylgjast með okkur þegar við reynum að gera slaufur með beltunum sem eru hluti af búningnum en þær verða bundnar af Twin Peaks tvíburabræðrunum Jóni Oddi of Jóni Bassa kokkum ;)
Eftir að leiðsögukonan Takka skildi við okkur í Kyoto, og kunnum við henni mestu þakkir fyrir frábæran dag, lá leið okkar beint á McDonald´s Ekki alveg heldur fórum við beint á Sushi stað og nutum við þess í ystu æsar að borða ljúffengu kræsingarnar sem við pöntuðum okkur en á meðan við biðum eftir matnum fengum við alveg ópantaðan forrétt, fiskihausa í einhverju jukki meira segja með tönnum og uggum. Jakk en hver er siður í sínu landi
Að matnum loknum lá leið okkar í lestina sem kom okkur heim og var mikið slefað og sofið á leiðinni.
Sayonara í bili, knús og kossar,
FI-1440 er over and out.Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð krútt.... Fullt af kossum og hlýju til allra.... Setja inn fleiri myndir krúttin mín. Langar að sjá vélina og dúllið í BJ og KRI ;) Ykkar ætíð, Brynja
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:05
Gaman að fá að fylgjast með ykkur öllum í þessu ævintýri sem þið fáið að taka þátt í. vonandi fáið þið tækifæri til að njóta og leika ykkur smá þótt þetta sé hörkupúl :) Knús og kossar á línuna. kveðja Iris IRE
Iris (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:34
Skemmtilegur penni hjá snilldar áhöfn. Gaman að fylgjast með ykkur og góða ferð. Hlakka til að lesa ferðasögur. Bestu kveðjur til ykkar allar. Auður Stefánsd
Auður (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 22:15
Ferlega gaman að fylgjast með ykkur. Kær kveðja til ykkar allra, Helga Vilbergsdóttir
Helga Vilbergsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.