Good morning Vietnam!!!!!

Osaka – Hanoi, flugtími  4: 40, góð flugveðurskilyrði.

Dagur 5 – Good morning Vietnaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaam!

Við vöknuðum eldsnemma, um 6 til að fara um 7:30 frá hótelinu Swissotel Nankai í Osaka. Einn okkar villtist pínu á hæðum eftir morgunmatinn  og skildi ekkert í því að lykillinn hans virkaði bara ekki! Reynda rétt númer en vitlaus hæð... Hí hí hí, ekkert svo skrýtið ef maður spáir í það, bara eitt herbergi af mörgum sem við munum gista á plús tímamismunur og allskonar skortur ;)

Eftir villu vegar lá leiðin til flugvallarins sem var í ca. klukkustundar fjarlægð. Á móti tók okkur enn einn fallegi dagurinn, sól en smá mistur.

Smá útúrdúr: Rákum augun í Cordon Bleu hótel rétt hjá hótelinu okkar, sælla minningar. Hver man ekki eftir „Cordon Bleu“ réttinum fræga um árið – ætlaði hann aldrei að hætta? Kannski verður gist þar næst og ég rétt get ímyndað mér hvað er á boðstólnum þar:„ All you can eat „Cordon Bleu“ buffet“"!

Í þessum töluðu orðum er verið að stilla gítara (já í fleirtölu, með magnara og alles) hérna á herbergi 804 og búið að prenta út texta. Ehemm....! Pant ekki syngja( BMW :) Spurning um að munda tamborínuna?

 Það væsir sko ekki um þessa áhöfn – með bros á vör og söng í hjarta. Væmið? Já það má þegar maður er ca. skrilljón kílómetra frá heimalandi sínu og ástvinum.

Smá vandamála reddingar í rútunni, einn farþeginn okkar átti afmæli í dag og kakan týndist eða fannst ekki. En Jenný gladdi okkur þegar hún hringdi í okkur í rútunni og tilkynnti okkur að kakan væri fundi. Hjúkk it... Miss Elly fær kökuna sína.

Vopnaleit!

Það er ekki vinsælt að hafa með sér vopn eða hnífa á flugvöllum..... (Country road, take me home.... er verið að syngja og spila akkúrat núna ;).... en Björg eins sakleysisleg og hún lítur út fyrir að vera var bara sko óvart með hnífapör í tékk farangrinum og ekki vildi kurteisi Japaninn hleypa henni í geng með hníf... Allt má reyna!

Annað með Björgu, hún hefur greinilega blæti fyrir Tælandi, allavega er hún alltaf á leiðinni til Tælands en ekki Víetnams. Svona er hægt að ruglast þegar maður er svona ferðalagaður.

 Við, og þá meina ég við skvísurnar, höfðum keypt okkur Kímónó eins og fyrri bloggfærsla sagði til um. Við fórum í þá og tókum á móti farþegunum í þeim, allar við „stöð 2“ og sögðum konnichi wa, borið fram sem „konnitsjíva“.

Þetta vakti mikla lukku og farþegarnir dáðust svo að „Vintage“ Kímónunum okkar.Það var frekar mikil ókyrrð á leiðinni og tafðist öll þjónusta en við rúlluðum þessu upp, en ekki hvað? Aldrei spurning!

 Klukkan var 7:15 GMT eða 14:15 að staðartíma þegar við lentum á víetnamískri grundu.Það tekur alltaf u.þ.b. 2 tíma að ganga frá vélinni svo að hún sé næst því að vera tilbúin fyrir næsta flugtak en þrátt fyrir alla okkar viðleitni þá var áritunarvesen og við lentum í smá en allir pollrólegir enda 2 dagar framundan til að njóta Víetnam og aðallega Halong Bay en þangað ætlum við að fara í fyrramálið, búin að leigja bát og munum gista eina nótt á einhverju lóni, fara í sólbað og stökkva út í sjó ala Páll Óskar(Gvandala gústala).

Það er mjög skrýtin umferðarmenning hérna, 6 milljónir íbúar í Hanoi og ca. 3 milljónir vespna og það er sko skipulegt kaós sem gildir hér. Allt að 5 manns saman á vespu, allt niður í  6 mánaða börn ekki með hjálma... Jæks! Núna er verið að syngja og spila „ Óbyggðarnar kalla“.   Núna er

Sálin komin á „fóninn“ Sóóódóóómaaaaaaaaa!!! Ég, BMW og Kristín Helga KHL sögðum báðr: Hvar er Gurrý núna? Núna er kominn tími á gleði og glaum eftir vel heppnaðan dag með frábærri áhöfn einn fyrir alla, allir fyrir einn.

Nýja fjölskyldan Top Ten kveður í bili og segir „djó“ eða skál að víetnömskum sið og auðvitað bless eða tambien á víetnömsku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ öllsömul , mikið er gaman að lesa bloggið , ekki leiðinlegt í ykkar bekk ;) Var það Kristín sem fann ekki herb. sitt haha ? Bestu kveðjur til ykkar frá Fróni og góða skemmtun áfram   kv Ásthildur

asthildur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:56

2 identicon

...stemmarinn skín í gegn, enda flottur hópur !!   Njótið svaðalega.........................................

Ása :-D

Ása Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 18:27

3 identicon

Ég er hér!! Skelli Sódóma í gang og tjúna allt í botn ykkur til heiðurs ;) og ef Fönn vaknar þá segi ég henni bara að ég sé að syngja með ykkur og sýni henni bara á hnettinum hvað þið eruð langt í burtu!!

Gurrý Matt (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 23:26

4 identicon

Hæ hæ  Emil minn gaman að skoða ferðina ykkar , gangi ykkur vel og góða skemmtun í vinnunni.:) kær kv Maja.

maria olafsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 23:44

5 identicon

Þið eruð yndisleg - er með ykkur í huganum  

Hér á landi er Airwaves stemming og sú gamla er með band og kemst allsstaðar inn með göngugrindina.. Frábær stemming hér í Reykjavík... Love u all

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband