16.10.2010 | 16:20
Ha Long Bay !!!!!!
Föstudagurinn 15. október
Markmið 1: Vakna...(stundum erfiðara fyrir suma en aðra).
Markmið 2: Borða morgunmat á hótelinu.
Markmið 3: Fara í einkarútu með leiðsögumanni til Halong Bay í siglingu á einkabáti og gista þar um nóttina. Gerðum svaka deal, svona special plice fol you my fliend og skelltum okkur á það að bóka, gera og græja siglingu í gegnum manninn sem tók á móti okkur á Hanoi flugvellinum en hann heitir Ding, vill láta kalla sig Ding Dong ;)
Hanoi - Halong Bay. Áætlaður aksturstími: 4 klukkustundir
Rútan beið okkar snemma daginn eftir þar sem Halong City beið okkar. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Huan - ekki One heldur Huan, tók á móti okkur með bros á vör( en hann minnti bloggarann óvenjumikið á William Hung og ég söng í huganum She bang, she bang...).
Eftir að hópurinn hafði komi sér fyrir í litlu rútunni byrjaði hann Huan að fræða okkur um margvíslegt og hér koma nokkrar Huan staðreyndir sem við höfum ekki sannreynt en...!
· Vissir þú að Víetnam er annað stærsta útflutningslandið á hrísgrjónum á eftir Tælandi sem Björg er svo óð í að komast til?
· Vissir þú að Hanoi er nýlega orðin 1000 ára gömul, bara í síðustu viku?· Einnig er landið annað stærsta á eftir Brasilíu í útflutningi á kaffi (alveg rosalega sterkt kaffi, fékk vikuskammtinn í einu bolla)?
· Eftir að fólk dó var það grafið og eftir 3 ár var það grafið upp aftur og sett á endanlegan hvíldarstað á miðjum hrísgrjónaakri fjölskyldunnar en í dag er notast við hefðbundna grafreiti og ekki lengur leyft að grafa ættmenni á hrísgrjónaakrinum.
Gert var stutt stopp á leiðinni á markaði sem er einnig verndaður vinnustaður. Þar var hægt að komast á Happy room eða klósett eins og Huan kallar það. Einnig var hægt að versla, smá ferðamannagildra en til að styrkja gott málefni.
Ákveðið var leita að bakkaskrauti (ekki hnakkaskrauti hvað þá þurrskreytingu) til að styrkja þá sem vinna þarna en fólkið sem vinnur þar fæddist vanskapað, með fæðingargalla vegna eiturs sem notað var í Víetnamstríðinu sem notað var af Bandaríkjamönnum til að eyða gróðrinum til að sjá betur. Eitrið Agent orange fór svo niður í jarðveginn og sem skilaði sér svo út í fæðið með tímanum.
· Vissir þú að þetta sama eitur hafði líka áhrif á bandaríska hermenn? Nú í dag er þriðja kynslóðin af bandaríkjamönnum að fæðast með þessa sömu fæðingagalla.
Fundum þetta fína bakkaskraut og Björg yfirprúttari náði góðu verði, en ekki hvað? Á leið okkar blasti við okkur raunveruleikinn, mikil fátækt en fólkið mjög glatt. Okkur öllum fannst eins og nútíminn hefði gleymt að heimsækja landið, fólk býr þar sem þar vinnur, í pínulitlum mjóum svona einskonar bílskúrum.
Þar situr það ýmist á litlum plaststólum eða á hækjum sér og alveg pollrólegt með grænt te og brosir í gegnum tannleysið - amman, afinn og alveg niður í litla barnið sem leikur sér alveg óþægilega nærri veginum sem er hafstraumur af vespunum og öðrum tryllitækjum og allir virðast vita að þessi umferð er skipulögð óreiða.
Halong Bay
Þegar við komum loks til Halong City, pínu þvæld og með verki í eyrunum eftir Ipodana urðum við strax orðlaus. Okkar beið lítill bátur sem ferjaði okkur yfir í bátinn okkar af Junk gerðinni en við vorum ekki alveg að falla fyrir því þegar Dong var að reyna að selja okkur ferðina en hann sagði á sinni ensku: You will be on a Junk and you will eat crap ( eða crab)).
Skipið okkar, QN 3686, beið aðeins utar í höfninni, eitt af mörgum enda einn af vinsælli ferðamannstöðunum á þessum slóðum.Þegar við komum um borð fengum við káeturnar okkar úthlutaðar og fljótlega var borinn fram hádegisverður í matsalnum á þriðju hæð. Allur matur var með sjávarfangsívafi og mjög góður.
Hver og einn fékk sína káetu, alger lúxus enda tekur báturinn 36 manns og við bara 10 með 13 manna áhöfn!
Eftir hádegismatinn var farið beint í litla bátinn sem fylgir Junkinu okkar og við fórum að skoða alveg hreint stórmerkilega hella ekki svo langt frá.· Vissir þú að það er búið að nefna 1969 eyjar í Halong Bay?
· Vissir þú að Halong Bay er á heimsminjaskrá UNESCO?
Að því loknu var farið aftur um borð í bátinn okkar til að skipta um föt og stefnan tekin á litla eyju nærri til að ganga upp 423 tröppur upp á útsýnispall og útsýnið!
Svo var farið á ströndina í ljósaskiptunum og sumir hreinlega hentu sér út í sjóinn með miklum oforsi, a.k.a. Bassi JAð baðferðinni lokinni var farið tilbaka og mannskapurinn gerði sig tilbúinn fyrir kvöldverðinn í matsalnum klukkan 19:00 og biðu sumir uppi á efsta þilfarinu eftir matnum en þar voru þessu æðislegu sólbekkir þrátt fyrir mistrið. Þar var magnað útsýni og hreinlega ólýsanlegt að sjá sólina setjast alveg satt, það eru ekki til orð yfir þetta!
Að kvöldmatnum loknum sem var líka sjávarfang, sulplæs sulplæs að mestu spurði bloggarinn hvort að það væri líka seafood í morgunmat en það var sem betur fer ekki.Nú var orðið dimmt og sátum við í skamma stund á efsta þilfarinu og týndumst við eitt á fætur öðru niður í káeturnar okkar þar sem rúmin okkar biðu á yndislega bátnum sem ruggaði og vaggaði svo blíðlega í svefn, líkt og stór vagn í suðvestan roki og rigningu a la sunny KEF ;)
Næsta morgun átti að létta akkerinu á slaginu 7:30 og stefna á höfnina í Halong City en sumir fengu næturgesti og segjum við frá því í næstu færslu! Okkur líður æðislega vel og við biðjum kærlega að heilsa heim!
Laugardagurinn 16. októberHalong Bay Hanoi Flest okkar vöknuðu árla morguns þegar vélin í bátnum var ræst. Sumir höfðu þó vaknað aðeins fyrr til að sjá sólarupprásina sem var víst alveg mögnuð.Þeir sem ætluðu að sofa undir berum himni um nóttina á efsta þilfarinu, urðu að lúta í lægra haldi fyrir veðurguðunum því það fór að rigna...!Kristín Ingvars og Steinar fengu óvænta næturgesti.
Greyið Kristín fór inn á Happy room um nóttina í káetunni sinni og við henni blasti þessi stærðarinnar kakkalakki, já jakk. Hann sat á klósettinu og var að lesa vikugamalt Fréttablað með rúllur í hárinu. Hún greyið æpti en þá stóð hann upp og sturtaði niður og rölti þá í makindum sínum bara í næstu káetu til nágrannans hansSteinars. Steinar var aðeins rólegri yfir honum, held að hann hafi ekkert verið að kippa sér upp við þenna leynigest, enda svo sætur með rúllur í hárinu!
Morgunmaturinn var egg, beikon og ristað brauð. Nei þetta var meira líkt tvíbökum, svo hart var það. Brauðið var örugglega ristað í gær til að flýta fyrir þjónustunni í morgun, en það er önnur saga. Eftir morgunmatinn vorum við næstum komin að landi og bílstjórinn beið okkar til að aka okkur til Hanoi. Við stoppuðum líka á Happy room á leiðinni tilbaka og þá greip Björg tækifærið og prúttaði við innfædda á markaði og varð okkur úti um búningana á okkur sem á að nota í fluginu á morgun til Laos. Sko Björgu, hörð í horn að taka og fær alltaf góða díla og enga krókódíla!
Þegar á hótelið var komið um hádegisbilið var skilað af sér farangrinum og farið strax í gönguferð með Huan sem ætlaði að finna núðlusúpustað fyrir okkur. Mmmmmm, noodle soup! Já, ehemmm, við förum ekkert nánar út þann stað, fengum okkur extra mikið chili, hvítlauk og hrísgrjónavodkastaup til að vera örugg...Að matnum loknum tók við smá rölt um Hanoi og skildust leiðir hópsins þar sem annar hópurinn vildi skoða stríðsminjasafnið en hinn hópurinn vildi kíkja í smá borgarrölt.
Við ætlum að hittast í anddyri hótelsins eða var það vestibule? J klukkan 19:00 og borða snemma enda verðum við farin héðan á slaginu 5:45 í fyrramálið og þá tekur við klukkustundarlangt flug til Laos en þar stoppum við í um 6 tíma og höldum svo áfram til Yangon í Myanmar en þangað er annað klukkustundarlangt flug.
Við erum ánægð með ykkur að vera svona dugleg að fylgjast með okkur og skrifa í gestabókin! Meira svona...!Við kveðjum í bili héðan frá Víetnam og við setjum svo inn nýja færslu á morgun.FI 1440 Over and out.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„You will be on a Junk and you will eat crap" Þetta er með því betra sem ég hef heyrt, sölumaður ársins þarna á ferð :)
Ef Jill Goodacre var í andyrinu var það vestibule ;)
Steini (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:12
Sé þig allveg fyrir mér í "prúttstellingum" frú Björg:) enda fáir jafn færir og þú á því sviði:) gott að allt gengur vel...allt gott hér heima:) xxx HLB ...
halldóra LÍsa (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:20
Góðan daginn,
Skelfing er gaman að lesa þetta :) já auðvitað er frú Björg með þetta fyrrum samninganefndarkona, geri ekki ráð fyrir að peysan góða sé með í för sökum hitastigs hahaha. Endilega haldið áfram að gleðja okkur með pennafærni.
Bkv.
Sigrún Jóns
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:15
Gaman að lesa bloggið ykkar og fá að fylgjast með ykkur.Njótið vel.Bkv.Guðrún Jóh.
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 19:48
Frábært!! sé þetta alveg fyrir mér að dugga á báti og horfa á sólarlagið af þilfarinu, myndi klæða mig svooooo vel! Kærar kveðjur til ykkar allra og SKÁL!
kv, Guðrún Fríður
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:36
Ég aftur....var að rúlla yfir myndirnar frá Víetnam og þær eru MAGNAÐAR! Halong Bay er með fallegri stöðum sem ég hef séð og Björg öflug á akrinum. knússss
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:44
Elsku frænka (Kristín Helga) og aðrir áhafnarmeðlimir, þið eruð í algjörum forréttindahópi að fá að upplifa þetta ævintýri og munið bara að njóta þess í botn. Að lesa bloggið æsir upp í manni hungrið að koma á staði eins og Vietnam :)
Margrét (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 07:53
hæ Kristín Helga og aðrir áhafnarmeðlimir
Gaman að lesa af ævintýrum ykkar bíð spennt eftir næsta bloggi :-)
kveðja Sigga G frænka
Sigga (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:36
Kristín mín
ekkert smá mikið ævintýri hjá þér og hinum
gaman að fylgjast með ykkur og lesa bloggið ykkar
kær kveðja
Tinna
Tinna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.