18.10.2010 | 13:30
Víetnam - Laos - Mjanmar
Jæja góðu hálsar.
Ætlum ekki að vera orðalöng í þetta sinn.
Sunnudagur 17. október 2010 (dagssetning aðallega skrifuð fyrir okkur, vitum stundum ekki í hvaða landi við erum hvað þá hvaða dagur er?)
Fórum árla morguns af stað frá Silk Path hótelinu í Hanoi. Okkar beið mjög stutt flug til landsins Laos sem tók u.þ.b. klukkustund og var það svona dæmigerð Hamborgarþjónusta, munið þið? Við freyjurnar vorum í hefðbundnum víetnömskum búningi og vakti það mikla kátínu farþeganna. Alveg furðulega gott að vinna í silki...! Spurning um að hafa það í huga fyrir næstu einkennisföt? Do you read me Loftleiðir? (:
Einungis farþegarnir fóru inn í landið en við í áhöfninni "Happy TEN plús Heiða mús" biðum í 5 klukkustundir ýmist í vélinni meðan aðrir skruppu inn í flugstöðina til að kaupa bakkaskraut. Já, það má ekki gleyma því!
Eftir að farþegarnir komu aftur um borð og eftir annað klukkustundarlangt flug með frábærum mat og annarri Hamborgarþjónustu (úff) vorum við komin til landsins Mjanmar, áður Búrma. Þegar við komum inn í borgina var þegar orðið dimmt. Það var haldin "de-breifing" og komumst við að því að kakkalakkinn sæti með rúllurnar hafði laumað sér ofan í sjúkratöskuna okkar! Hann var greinilega að finna sig með okkur, ekki annað hægt.
Við höfðum bókað leiðsögumann fyrir næsta dag og fórum við öll mjög þreytt en ánægð á loksins mjúka kodda (í hinum löndunum er eins og það hafi verið fyllt á koddanan með sementi :).
Við segjum bless í bili héðan af hebergi 1624. Þið eruð æðisleg og við sendum okkar hljýustu kveðjur.
FI1440 (Top TEN plús Heiða, mínus Kalli kakkalakki) kveður í bili!
Þið eruð frábær að nenna að fylgjast með okkur.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
í landi hinna gullnu tækifæra ha ?
Dilly (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:05
Hvaða skrítni kakkalakki er þetta eiginlega? Bara algjör "Stalker". Já og laumufarþegi. Ég skal bara hringja í hann og segja nokkur vel valin orð ef hann fer ekki að láta ykkur í friði. Er hann ekki með farsíma?? Hehehehehe. Knús til ykkar allra og gaman að fylgjast með ykkur :=)))) Raggý
Raggý (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.