18.10.2010 | 14:22
Yangon í Myanmar
Dagur 2 í Yangon. Monsún tímabilið er að enda, hiti 25 ´C og rakastig 90%
Vöknuðum öll "últra" hress eftir góðan nætursvefn og vorum búin að mæla okkur mót í morgunmat á hótelinu. Markmið okkar er að reyna sem flestar súpur í morgunmat - mmmmmmmm, noodle soup aftur :)
Það er svo mikill raki hérna að það skiptir engum sköpum þó svo að maður missi hálfa sódavatn í rúmið, það er allt jafnblautt!
Fórum á slaginu 11:00 með leiðsögumanninum okkar honum "Willy" (getum ekki lært hitt he he) að skoða alveg hreint ótrúlegt gylltan turn í hofinu SHWE DAGON PAGODA sem er búinn til úr ekta gulli með stóran 76 karata demanti á toppnum. Hofið eða turninn er byggður utan um 8 hár af 2500 ára gömlum Indverskum Búdda og geymt neðst í honum og er þetta mekka Búddista.
Það sem einkennir helga staði Búddista er að allir þurfa að fara úr skóm og sokkum áður en farið er inn, annað er vanhelgun. Best að fylgja öllum fyrirmælum (; Það var nýbúið að rigna og við öll á tásunum og bara sleipir steinar. Við vorum vöruð við því að detta ekki en þegar svona margir eru saman þá eru líkurnar ekki með okkur. Það heyrðist svaka dynkur og eitt okkar tók lágflugið og lenti næstum í ræsinu í hofinu! Sem betur fer meiddist viðkomandi ekki mikið en við fórum ofsa varlega eftir það.
Eftir það skoðuðum við stærstu marmarastyttu sem til er af Búdda í heiminum, hún vegur um 500 tonn og er hreint stórfengleg.
Svo fórum við að skoða hvíta fíla en sagnir segja að Búdda hafi verið hvítur fíll í einu af mörgum fyrri lífu og hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir Búddista. Síðan lá leiðin að annarri stórri styttu ( 65 metra langri) af Chauk Htat Gyi - Búdda, liggjandi í þetta sinn. Hann er greinilega "inn" hérna hann Búdda karlinn sem er alveg skiljanlegt! Hann er svo sætur :)
Það sem er svo yndislegt við búddismann er að það eina sem hægt er að taka með sér í næsta líf er ýmist gott eða slæmt karma. Allt hitt, þetta veraldlega, getur maður ekki tekið sér. Hvernig væri að lifa eftir því?
Klukkan 17:00 fórum við Kristín og Kristín og Birgitta í nudd og var það yndislegt og mjög vel þegið;)
Núna er stefnar tekin á "China town" hérna í Yangon og er ætlunin að fara í mat og hafa gaman.
Við kveðjum héðan í bili - áhöfnin TOP TEN plús Heiða mús er over and out!
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
samkv. Bylgjunni(ekki lýgur hún) er farið að snjóa fyrir norðan just for your info!!! annars er ég bara á ryksugunni og ofaní þvottkörfunni - NJÓTIÐ! ...og fleiri myndir takk, elska myndirnar ykkar :-)
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:42
Hæ Öll, Loksins gaf ég mér tíma til að líta hérna inn til ykkar. Gott að sjá að allt gengur vel.
Björg mín, varð að láta þig vita að mamma er komin með pláss í Boðaþingi. Og þar sem hún er ekki Búddisti hefur hún miklar áhyggjur af því hvað hún á að gera við þvottavélina, tala nú ekki um hrærivélina. En þungu fargi af mér létt. Knús til ykkar allra, sakna þín og hlakka til að sjá þig í Nóv. 'Iris Sig.
Íris Sigurðard. (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:17
Frábært þetta blogg ykkar ... og myndbandið úr umferðinni hahaha :) Já þetta veraldlega dót skiptir víst engu þegar upp er staðið... en skemmtilegt þó meðan maður á það ekki satt ??? .... svo njótið til fulls og kaupið fullt af Budda dýrgripum og túristadrasli :) xxx Habbý
PS. Hvaða snilli fann eiginlega upp á þessu Skype.... geggjað :)
Hrafnhildur Kjartansdottir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 01:23
Frábært að fylgjast með ykkur og ykkar ævintýrum....
Myndir og myndbönd alveg frábær....
sakn sakn
Hanna Sigga (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 11:37
Gaman að fylgjast með ykkur, frábæra áhöfn! Gaman að heyra að allt gengur vel; njótið, njótið, njótið :)
Hrafnhildur Proppé (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.