19.10.2010 | 09:13
Þriðjudagurinn 19. október
Spádómsblogg, kínverskur matur og engispretta
Hæ aftur þið sem nennið að lesa ferðasögur okkar hérna hjá Topp tíu flokknum. Þegar síðustu færslu lauk vorum við að fara í Kínahverfið að borða mat en okkur var ráðlagt að fara annað, á einhvern kínverskan stað hérna rétt hjá í þriggja stykkja leigubílafjarlægð vegna fjölda okkar.
Það eru rúm 30 ár frá því að skipt var í hægri umferð úr vinstri og þar sem meðalaldur bíla er um 35 ár þá eru flestir bílar hérna gerðir fyrir vinstri umferð. Það var svolítið skrýtið að sitja fram í vinstra megin og ekki með stýri og engin bílbelti en það er önnur saga, ehemm ehemm.
Við fengum öll ágætis mat og að honum loknum var svo haldið heim á leið í öðrum þremur leigubílum og allir gluggar opnir vegna hitans og ein u.þ.b. 100 gramma engispretta gerði sér lítið fyrir ákvað að spretta inn í bílinn á ferð og kanna hárið á einu okkar ;(
Jakk, það borgar sig greinilega að keyra um með lokaða glugga.
Kristín Ingva spurði svo bloggarann hvort ekki væri bara hægt að fá að vita strax ( í gærkvöldi) hvað myndi gerast í dag, bara svona svo að hún vissi hvað hún ætti að gera :)
Þriðjudagurinn 19. október - monsúnrigningar og markaður
Við fengum okkur morgunmat saman eins og alltaf en við teljum að það sé eins og einhversskonar lím sem þjappar hópnum saman í byrjun hvers dags, alveg nauðsynlegt. Að honum loknum var stefnan tekin á markað hérna rétt hjá og á leið okkar þangað byrjaði að rigna hressilega svo bættist í og meira og meira og ég sver það að við höfðum aldrei séð aðra eins rigningu!
Monsúnregntímabilið er að enda hér á slóðum en greinilega er það ekki alveg búið. Markaðurinn var sem betur fer inni, ekki ólíkt Kolaportinu, bara miklu miklu stærri.
Þar var keypt bakkaskraut og prúttaðferðin var farin að smita út frá Björgu í okkur hin og gerðum við góð kaup hvert í sínu lagi og stundum saman.
Hérna er fólkið fátækt líkt og í Víetnam og ríkidæmið á höndum fárra útvaldra. Samt sem áður er fólk mjög glatt, kurteist og brosir annaðhvort á móti manni eða á undan.
Klæðaburðurinn hérna er mjög einfaldur, allir, konur og menn eru í pilsum sem bundin eru að framan hjá mönnum en á hlið hjá konum. Svo nota bæði kynin skyrtur að ofan, ekki flókin tíska það!
Við stöllurnar létum sauma á okkur svona pils til að vera í á morgun á fluginu okkar til Indlands, virkilega fallegar flíkur. Herrarnir í áhöfninni ákváðu líka að kaupa sér pils en þeirra eru köflótt á meðan kvenpilsin eru ýmist einlit eða mynstruð.
Núna ætlum við að fara í nudd eða "maní/pedí" hérna á hótelinu og láta dekra smá meira við okkur.
Við biðjum að heilsa héðan og verðum vonandi í símasambandi á Indlandi en þangað til knús á línuna!
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hó! Hressandi að fá engisprettu í hárið - jakk! hahahahaaha snilld að fá að vita bara hvað gerist á morgun, get ég nokkuð fengið lottótölurnar Birgitta? Og elsku besta Kristín Helga mín eins gott að þú verðir mér ekki til skammar næst þegar við förum í Zöru í Kringlunni og byrjar að prútta!! Spes knús til þín en samt kær kveðja til ykkar allra...alltaf jafn gaman að lesa :-)
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:45
Vá aldeilis frábært hjá ykkur og flottar myndirnar . Þið takið ykkur vel út í öllum búningum svo sætar í þessu öllu . Gat verið að Kri vildi fá að vita allt fyrir næsta dag haha svo skipulögð :):) kveðja til ykkar og góða ferð áfram ;)
asthildur (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 18:00
Ofsalega skemmtilegt að fá að fylgjast með ykkur í þessu mikla ævintýri ! Frábærir pistlar og áhugaverðir. Kveðjur og þakkir héðan úr góða loftinu í Garðabæ.. XOX
Valdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 08:21
Elsku Kristín mín! Afsakaðu hvað ég er mikil sulta, er fyrst núna að koma upp til að anda og þá er það auðvitað í forgangi að kíkja á þig dúllan mín! Ég hugsa samt til þín oft á dag :o) og alltaf þegar ég keyri Tulegötuna!!! Njóttu ævintýrisins. Ást og knús. BB :o*
Brynja Björk (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.