Jangún - Údæpur (íslenskað) 20. október 1950, já 1950!

Jalla - jalla!

Flugvöllurinn

Ef við höfum orðið vitni að fátækt þá er það ekkert miðað við hérna í Indlandi - en samt allir voða ánægðir og glaðir. Umhyggja alla leið hjá "reppanum" okkar þegar hann lét okkur draga og bera ferðatöskurnar okkar í gegnum flugstöðina og allå leið út í vél.

Flugvöllurinn hér í Udaipur er algjör sveitavöllur og ekkert pláss fyrir nema eina flugvél í einu á flughlaðinu og var því mikill hamagangur að klára undirbúninginn fyrir næsta legg og færa síðan flugvélina á "hard stand" áður en næsta vél lenti.

Hérna er mjög algengt að kýr gangi lausar og óáreittar, enda heilagri en andsk.....! Það er hægt að gleyma því strax að fá sér blóðuga T- bone steik hérna.

Ef kýr t.d. ákveður að leggjast niður á miðri götu þá er umferðin bara stoppuð! Einmittt vegna þessa er t.d. frasinn "Holy Cow" kominn!

"Eníveis" þá erum við núna á hótelinu okkar hérna í Údaæpúr ( a la íslenskuframburður) og erum að blogga, setja inn myndir og já "De-briefa".

Erum boðin í boð með farþegunum á morgun á slaginu sjö, reyndar á sama hóteli og Tom Cruise og þau sem eru að taka upp M.I. númer 27;)

Ætlum jafnvel að leigja fíl til að sitja og klappa ekki á morgun en hinn! Það væri frábær upplifun.

Erum að bíða eftir "Thin crust pizza´s" hérna á herbergi 201 enda var flugtíminn einungis 3 tímar og " full service" þrátt fyrir ókyrrð og hrævareldum (St. Elmo´s Fire) í næstum klukkutíma, ekki að spyrja, við rúlluðum þessu upp.

Ætlum að skoða margt og merkilegt á morgun og kemur færsla um það inn annað kvöld!

 

Við kveðjum héðan í bili, erum í símasambandi loksins og sms-in hrönnuðust upp loks þegar við komumst í samband.

E.s. það eru settar inn nýjar myndir í eldri albúm þannig að það er alveg þess virði að skoða albúmin af og til! 

ALVIDA eða bless á hindú máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚÚÚ það var þá smá celebtrítment fyrir KHL eftir allt saman - Tom Cruise er nú betri en enginn!! Skemmtilegt blogg :-)

Njótið Indlands, ég á frábærar minningar þaðan. KNÚS.

Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:05

2 identicon

Hahha hugsaði það sama og Guðrún Fríður þetta er eitthvað fyrir okkar konu...Tom kallinn er líklega ágætur.

Agalega gaman að fylgjast með ykkur og KHL ég kvitta víst....

luv til ykkar...

Hanna Sigga (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 11:12

3 identicon

þessar 'Holy Cows' eru snilldin ein :) skemmtilegt blogg hjá þér nafna :) knús á ykkur héðan úr fallega fyrsta vetrardags veðrinu heima þar sem Esjan er komin með léttan hvítann koll.... kv. BIU

birgitta ína (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:15

4 identicon

Dásamlegt að fylgjast með ykkur hérna í máli og myndum.

Frábært hvað þið eruð dugleg að skoða og njóta í stoppunum, algjör snilld.

 Udaipur er ein af mínum uppáhalds borgum í Indlandi, finnst hún guðdómlega falleg.

Risaknús og bestu kveðjur til allra... Draupnir Rúnar Draupnis,

Draupnir Rúnar Draupnisson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband