22.10.2010 | 12:00
Jú-dæ-púr eða "youdiepoor" 21. október
Indverskt brúðkaup og "nastí" salerni
Loks gefst smá tími til að færa inn atburði liðinna daga. Það er alveg ótrúlegt ævintýri og forréttindi að vera hérna og upplifa þetta örlitla brot af heiminum og menninguna sem hann hefur upp á að bjóða.
Við sem hópur náum mjög vel saman sem er æðislegt - einn fyrir alla og allir fyrir einn. Við vöknuðum í gærmorgun og fengum okkur morgunmat saman á hótelinu okkar hérna. Við erum á mjög fallegu hóteli innan öryggisgirðingar en farþegarnir okkar eru hérna innan sömu girðingar en á öðru hóteli þar sem t.d. Dame Judi Dench gistir núna.
Því næst var skellt sér í langþráð sólbað - loksins heiðskír himinn, sól og blankalogn, við þurftum sko að nota öll þessi bikiní sem við höfðum pakkað niður, skulduðum alveg smá "tan" enda leist okkur ekkert á blikuna í Myanmar í 100% raka og grenjandi rigningu!
Svo ákváðum við að fara í borgina og voru pantaðir 3 "TUK TUK" bíla eða yfirbyggð mótórhjól á hótelið og je dúdda mía - það tekur á að vera í svoleiðis farartæki. Hér er bara ein umferðarregla og hún hljóðar svona: Flauta - flauta - flauta! Og sá sem er á stærra farartæki er í órétti.
Við keyptum Sari og aðra hefðbundna búninga til að vera í á næsta flugi, borðuðum á veitingahúsi þar rétt hjá og fórum svo í kláf upp á fjall hérna til að horfa yfir borgina og vatnið þar sem Borgarhöllin er við. Ótrtúlegt útsýni og vatnið sjálft þurrkast upp þar til rignir á ný og þegar það er mesti þurrkutíminþá er hægt að aka yfir það!
Var ég búin að minnast á klósettin hérna á svona almenningsstöðum eða veitingahúsum? Það er mjög einfalt, bara hola í gólfinu og reyndu nú að hitta. Ég er ekki frá því að ég hafi aldrei séð annað eins og fór í svona "Crying game" sturtu þegar ég kom aftur á hótelið...
Um kvöldið vorum við sótt á slaginu 18:00 af starfsfólkinu af næsta hóteli þar sem farþegarnir okkar eru. Okkur var s.s. boðið með á viðburð annarsstaðar í borginni með þeim og fararstjórunum. Við vorum ferjuð fram og tilbaka á 3 rútum og við 10 dreifðum okkur á þær svona til að blanda geði og kynnast fólkinu betur.
Þegar á staðinn var komið beið okkar hefðbundið indverskt brúðkaup en nýlega gift hjón í ferðinni ákváðu að gifta sig aftur, líka að Hindúasið. Mjög falleg athöfn sem fór fram og við urðum vitni að. Þau eru bæði mjög hamingjusöm og voru búin að vera ekkill og ekkja í 3 ár áður en þau fundu hvort annað (: Yndislegt.
Eftir vel heppnað kvöld í anda Þúsund og einnar nætur, spákarlslestur, Henna húðflúr, góðan mat og frábæran félagsskap var haldið heim á leið. Allir sælir og sáttir þegar lagst var á koddann.
Bless í bili héðan frá JÚDÆPÚR.
E.s. KARA!! Kermit var lasinn en Rauðhetta fyllti í skarðið í hans stað.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
awwwww! en sætt og magnað að fá að upplifa brúðkaup! Indland hefur eitthvað sérstakt aðdráttarafl við sig, litrófið bæði í mannlífi og klæðum er magnað...stelpan ljóðræn núna HUH?!? :-)
Er nokkuð séns að þið kippið svona Henna tattúi hingað heim fyrir mig, alltílæ þó það sé í tyggjópakka!!
gangi ykkur vel áfram!
Guðrún Fríður (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.