22.10.2010 | 12:54
22. október JÚDÆPÚR - dagur 2
Afslöppun og sittlítið af hverju
Eftir morgunmatinn fórum við öll sem eitt beint á sundlaugarbakkan og hentum okkur á bekkina enda kallaði sólin afar sterkt á okkur. Að "taninu" loknu var ákveðið að hafa daginn svona "freestyle" eða frjáls aðferð þannig að hvert okkar gat þá bara gert það sem það vildi.
Sumir fóru að versla minjagripi og bakkaskraut á meðan aðrir fóru að skoða borgina betur.
"TUK TUK" bílstjórarnir okkar frá því í gær, Ravi og vinur hans, biðu okkar fyrir utan hliðið og stukkum við á tilboð þeirra að aka okkur um borgina, gott líka að hafa innfædda til að fylgja okkur, svo allt fari nú vel.
Það er alveg ólýsanlegt að vera hérna, ég ætla samt að reyna að lýsa því. Að aka eða ganga hérna um þröngu göturnar iðandi af mannlífi er stórkostlegt.
Lyktin
Hvernig er hægt að lýsa henni? Hún einkennist auðvitað fyrst og fremst af sterkri kryddlykt, heilu sekkirnir af kryddi til sölu. Hvert sem maður rekur nefið...Svo blandast saman við hana reykhelsisilykt, hitalykt, kúamykjulykt og alveg "langt-yfir-mörkum" mengun úr pústkerfum farartækjanna. Engin furða að flestir notast við klúta til að hlífa vitunum.
Flest fólk hérna á ekki kæliskápa né hefur rennandi vatn þannig að megnið af deginum fer í það að versla á markaðnum og sækja vatn. Við höfuð það sko gott - það er vitað mál.
Það er ekki mikið um betlara sem er léttir fyrir okkur enda höfum við verið að fara á markaði innfæddra frekar en þessa dæmigerðu ferðamannastaði.
Lausagangur dýranna hérna er nokkuð fyndinn, hérna eru asnar, geitur og kýr bara að slappa af úti á miðjum vegum. Það er einhvern veginn of framandi fyrir okkur að skilja þetta. Svo eru hundar hérna líka lausir og villtir, allir sem einn einum of mjóir... ;(
Við höfðum ákveðið var að fara í síðdegissiglingu á vatninu þar sem Borgarhöllin er og borða þar á hóteli sem er úti í miðri eyju.
Það heppnast vonandi vel en nú er vinnudagur framundan og stefnan tekin á AGRA á morgun til að skoða Taj Mahal á leið okkar til Sameinuðu furstadæmanna.
Við verðum vonandi líka í GSM sambandi þar en ef ekki þá er alltaf hægt að hafa samband í gegnum gestabókina hérna á blogginu.
Við kveðjum í bili og sendum ykkur öllum hjartanlegar kveðjur héðan.
E.s. Okkur líður öllum mjög vel -og heyrumst á morgun.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að geta fylgst svona vel með :) og ferlega skemmtilegar myndirnar, bara snilld:)
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Kær kveðja, Helga Vilbergsdóttir stóra/litla systir Birgittu :))
Helga Vilbergsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.