24.10.2010 | 20:14
TAJ MAHAL
Vöknuðum árla morguns - mishress í mallakútunum okkar en allir héldu hressir upp í rútu og upp á flugvöll í Udaipur. Það er skrýtið að hugsa til þess að Indverjar hafa náð að senda geimflaug út í geim... og heim aftur en nær allir íbúar landsins eru dag frá degi að sinna frumþörfunum - að fæða sig og klæða með misgóðum árangri!
Á leið okkar til Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum var gert stutt stopp í Agra á Indlandi og Taj Mahal skoðað. Alveg hreint mögnuð bygging, tóku 22.000 manns 20 ár að byggja og var það tilbúið árið 1653. Þarna var eitt mesta áreiti af sölufólki og betlurum sem við höfum lent í í ferðinni. Ekki náðist að taka myndir af hópnum á bekk Prinsessu Diönu þar sem mikil röð var af fólki en við höfðum takmarkaðan tíma áður en farþegarnir okkar kæmu til baka. Við bættu úr því með myndatökum á völdum stöðum sem leiðsögumaðurinn okkar valdi af kostgæfni.
Einn punktur í sambandi við fjölda Indverja og atvinnusköpun en í hverju starfi eru allavega 3 menn eða konur, einn sem vinnur og 2 til að fylgjast með en þetta kallast víst atvinnusköpun (:
Eftir að hafa arkað um í 35 stiga hita hjá Taj Mahal var haldið aftur út á flugvöll til að undirbúa næsta legg.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Taj Mahal...er svo sannarlega mögnuð bygging, guðdómlega falleg að mínu mati og í rauninni miklu stærri og tignarlegri en að sjá af myndum. Yfirleitt/oftast er það nú öfugt, finnst mér, með þessa heimsfrægu staði.
Rosa mikið áreiti og betl þarna, enda vinsæll staður en samt ekkert fannst mér í samanburði við Varanasi...þar var ekki líft fyrir áreiti, betli, svindlurum, dópsölum o.s.frv.
Enn og aftur bestu kveðjur til ykkar allra og haldið áfram að njóta ferðarinnar út í ystu æsar, algjör forréttindi að fá tækifæri á að kynnast þessum löndum og þjóðum.
Risaknús Draupnir Rúnar
Draupnir Rúnar Draupnisson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.