24.10.2010 | 20:20
Abu Dhabi, GMT plús 4 klst.
Við lentum á undan áætlun, síðla dags en ekki hvað! Við drifum okkur að undirbúa vélina eins mikið og hægt var fyrir næsta flug til Frakklands með millilendingu í Egyptalandi og það er óhætt að segja að maður hafi svitnað smá í þessum hita.Steinar, Bjössi og Emil héldu áfram með vélina til Al Ain flugvallar sem er í 20 mín. fjarlægð frá Abu Dhabi til þess að geyma hana þar en ekki fékkst heimild til þess að hafa hana í 3 daga á flughlaðinu hér.Við hin fórum rakleiðis af flugvellinum í Abu Dhabi upp á hótel sem lítur út eins og flugstöð, flott hótel og nýtískulegt en okkur leið samt öllum eins og við værum að bíða eftir kalli út í vél þegar við fengum okkur að borða hérna á veitingastaðnum. Höfðum flest okkar, fengið okkur sundsprett hér úti á 5 hæð í hitamistrinu og tunglsljósinu og það var sko notalegt eftir amstur dagsins.Það má með sanni segja að við værum alveg búin á því og allir "skulduðu" svefn og var því farið snemma að sofa. Daginn eftir ( í dag s.s.) er áætlað að fara í eyðimerkursafarí, BBQ, magadansmær mun dansa og jafnvel verður þarna eitt kameldýr eða svo!
Við kveðjum í bili - endilega að kvitta í Gestabókina okkar, okkur finnst svo gaman að fá kveðjur.Knúsí knús, við :)
E.s.Vegna lélegrar tengingar hérna hjá okkur er erfitt að setja inn myndir, ætlum að reyna áfram að setja inn en kannksi verður ekkert fyrr en í Frakklandi :)
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með ykkur og greinilegt að allt gengur rosavel hjá ykkur og góð stemning í hópnum! Bestu kveðjur til ykkar allra :) Hrafnhilur Proppé
Hrafnhildur Proppæe (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:17
Frábært að fylgjast með þessu magnaða ævintýri ykkar! Gangi ykkur vel með það sem eftir er! Bestu kveðjur til ykkar allra, Björg&Jói Guðmunds
BJÖRG (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.