Eyðimerkurferð - framhald.

Sunnudagurinn 24. október 2010 – framhald

Eyðimerkurferðin í jeppatorfæru og magadansmær 

Eins og kom fram síðast vorum við hin 10 fræknu á leið í jeppatorfæru í eyðimörkina rétt utan við Abu Dhabi. “Man, oh man” segi ég nú bara, þvílíkt og annað eins.

Héldum að þetta væri safarí en þá var þetta torfæra, stoppað til að hleypa úr dekkjunum og allt, niður í 15 pund ef mig misminnir ekki! Við fórum í sitthvorn jeppann svo bættust við allavega 12 jeppar til viðbótar og bílstjórinn sagði á sinni ensku: “Please put seatbelt on!”

Svo var spólað og “slædað” og “glædað” og látið sig  húrra fram af sandöldunum – Það náðist á myndband þegar ónefndir áhafnarmeðlimir skræktu í kór – mjög fyndið, það lá við að það heyrðist á milli bíla!

Eftir torfæruna fórum við öll inn í svona tjaldaðan sal, úti samt, með sviði í miðjunni. Þar átti að borða við borð í kringum sviðið sitjandi á púðum, mjög gaman. Fyrir þá sem vildu var hægt að sitja úlfalda eða kameldýr (man aldrei hvort er hvað!:) og aðrir gátu prófað snjóbretti í sandhólunum. Eftir matinn kom þessi fína magadansmær og heillaði margan kerlpeninginn upp úr skónum og meira að segja alla leið upp á svið með sér (reyndar konur líka ;) 

Það var tunglbjart enda nýbúið að vera fullt tungl og var slökkt á öllum ljósum í 10 mínútur og gat fólk þá legið og horft til himins. Þetta reyndist afar róandi og slakandi fyrir alla. Að því loknu var haldið upp á hótel á ný þar sem draumarnir biðu okkar á koddunum og er ég nokkuð viss um að flest okkar hafi dreymt vel.

Bestu kveðjur frá okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband