27.10.2010 | 09:43
Mánudagurinn 25. október 2010
Nú var svo komið að Björg og Kristín Ingva áttu inni smá frí en við hin fórum til Dubai með leigubílstjóra sem leigður var í gegnum hótelið.
Það var tekið skýrt fram að hann væri ekki gæd eða leiðsögumaður, hann myndi bara keyra okkur en ekki útskýra neitt. Engin furða, maðurinn kunni ekki stakt orð í ensku og áttum við í mesta basli við að googla heimilisföng og annað til að finna staðina sem okkur langaði að skoða.
Allt þetta hófst á endanum en það sem við gerðum var að gara upp í hæstu byggingu heims, fórum á ströndina að skoða 7 stjörnu Sex and the city hótelið að utan, reyndar dýfðum aðeins tánum í sjóinn og tíndum nokkrar skeljar. Fundum meira að segja Central Perk kaffihúsið sem er svona næstum því en ekki alveg eftirlíking af Central Perk kaffihúsinu í Friends þáttunum.
Að því loknu var farið í Emirates Mall sem er verslunarkjarni að bandarískum hætti og má með sanni segja að við höfum alveg fundi okkur þar he he. Þar fóru Bjössi, Kristín Helga og Nonni á skíði, já á skíði inni í mollinu!
Svo héldum við heim á leið, eða sko upp á hótel, sæl og rjóð í kinnum, allavega var skíðafólkið rjótt í kinnum. Farið var snemma í háttinn, enda langur dagur framundan, flug frá Abu Dhabi til Biarritz í suður Frakklandi, Atlantshafsmegin, með millilendingu í Alexandríu á Egyptalandi.
Bless í bili kroppar!
E.s.
Björg er svo góður prúttari að þegar við vorum að fara heim eftir jeppasafaríið, þá leist henni heldur betur ekki á hraðann og náði hún að prútta hraðann niður í 120 km. á klst! Bara Björg (:
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur, greinilega mikið fjör og stemming :)
Emma Hulda Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 21:01
Muahahahaha...þarna þekki ég Bjöggu beib :-D Virkilega gaman að lesa pistlana ykkar.....
Ása Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.