28.10.2010 | 17:03
Biarritz miðvikudaginn 27. október
Eins og móttökurnar hérna kvöldinu áður höfðu verið kuldalegar í gráðum mælt, þá svo sannarlega bætti nýr dagur úr því. Annan eins fallegan bæ hef ég aldrei augum litið. Sólin skein, sjórinn var himinnblár og morgunmistrið lyftist af fjöllunum hérna sunnan við flóann eins og sæng að morgni.
Við ætluðum að fara til San Sebastian hérna rétt sunnan við landamærin frá okkur séð en ákváðum að geyma það til föstudagsins, frekar að njóta okkar hérna í þessum yndislega bæ. Hérna búa um 30.000 manns en á sumrin fimmfaldast talan enda er þetta vinsæll ferðamannabær hjá Frökkum, Spánverjum, Þjóðverjum og meira að segja Rússum. Maður skilur það svo sem enda væri varla hægt að skálda fallegri bæ eða bæjarstæði. Hingað ættu allir að koma allavega einu sinni á lífsleiðinni. Allt krökkt í litlum bístróum, kaffihúsum og veitingastöðum auk allra litlu búðanna með allskyns glingri.
Þar sem við erum 10 er það oft erfitt yfirferðar þannig að við skiptum okkur í tvennt, nemendafélagið og foreldrafélagið... ;)
Það kom öllum vel þar sem fólk gat þá gert það sem það vildi svo var ákveðið að hittast til að borða saman og nú var það sko steik heillin.
Allt í steik...
Fórum á veitingastað sem einhver hafði mælt með og allir fengu sér steik, erum orðin svo samrýmd þessir strumpar ;) Maturinn var góður en félagsskapurinn betri. Eftir matinn fór hluti af okkur upp á hótel en aðrir vildu fara og freista gæfunnar í spilavíti hérna rétt hjá.
Ekki var farið seint að sofa enda var áætluð brottför kl. 08:30 daginn eftir til Bordeux í tveggja stunda akstursfjarlægð til að fara í vínsmökkun.
En nóg í bili mes amis...
A bientot.
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ þið,
Vildi bara kvitta og þakka fyrir mig það er gaman að fá að fylgjast með ykkur. Já, þær eru yndislegar þessar slóðir sem þið eruð á núna. Skrifa algjörlega undir þetta með Biarritz.
Góða skemmtun, góða ferð og bið að heilsa.
Rósa SST
Rósa (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.