Laugardagurinn 30. október 2010 Biarritz - Boston, áætlaður flugtími 8:05

Við strumparnir 10 lögðum af stað frá hótelinu okkar í Biarritz um morguninn. Þessi dagur virtist eins og hver annar brottfarardagur í ferðinni en samt fundum við að þetta var öðruvísi á einhvern hátt.

Síðasti leggurinn var framundan, tvöföld þjónusta og kveðjustund. Ég skildi Björgu ekki fyrst þegar hún sagðist kvíða þessum degi en þegar ég faðmaði hvert og eitt þeirra sem í ferðinni voru þá skyldi ég hvað hún átti við. Maður reyndi að brosa í gegnum tárin sem brutust fram í augnhvarmana.

Þetta er búið að vera ótrúleg lífsreynsla og einstakt tækifæri fyrir okkur héðan frá litla Íslandi. Að fá að fara til og sjá staði í heiminum, svo einstaka að maður gæti ekki ímyndað sér þá þrátt fyrir mikinn vilja og ríkt ímyndunarafl. Tækifæri líka fólgið í því að fá að ferðast með öllum þessum frábæru gestum okkar en síðast en ekki síst að kynnast eða kynnast betur og vinna með frábærum samstarfsmönnum. Ég get með sanni sagt að ég sé búin að eignast níu nýja fjölskyldumeðlimi!

En að heimleiðinni Boston - Keflavík, en áætlaður flugtími var 4:30 og ETA á Íslandi 23:15. Ferðin gekk vel, þurftum að ganga frá í vélinni fyrir lendingu því vélin átti að fara beint í sætabreytingu eftir lendingu. Það er ekki hægt að segja annað en að TF-FII, elsku Eyjafjallajökullinn okkar, hafi staðið sig vel, engin bilun heldur möluðu mótórarnir alla 40.000 km. sem flognir voru. Enda klappaði ég vélinni eftir lendinguna í Keflavík, þakklát fyrir "on time performance" svo ekki sé meira sagt.

Við strumparnir 10 þökkum ykkur sem fylgdust með okkur, hvort sem það var hérna eða annarsstaðar, kærlega fyrir samfylgdina og kveðjurnar. Það er ómetanlegt þegar maður er svona fjarri heimahögunum og ástvinum sínum að finna fyrir hlýju og góðum hugsunum.

Við kveðjum í bili, ætlum reynda hvert fyrir sig að gera upp ferðina, besti viðkomustaðurinn, besta hótelið o.þ.h. en það kemur á næstu dögum. Einnig eigum við eftir að bæta inn myndum og öðru....
En áhöfn FI- 1440 er opinberlega OVER AND OUT!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið frábært að fá að fylgjast með ykkur.... takk fyrir mig :)

Hrafnhildur Kjartansdottir (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 19:28

2 identicon

Er spenntur að sjá "best of" frá hverjum og einum, hvað var besti viðkomustaðurinn, besta hótelið, osfrv?

Siggi Anton (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband