Við strumparnir 10 lögðum af stað frá hótelinu okkar í Biarritz um morguninn. Þessi dagur virtist eins og hver annar brottfarardagur í ferðinni en samt fundum við að þetta var öðruvísi á einhvern hátt.
Síðasti leggurinn var framundan, tvöföld þjónusta og kveðjustund. Ég skildi Björgu ekki fyrst þegar hún sagðist kvíða þessum degi en þegar ég faðmaði hvert og eitt þeirra sem í ferðinni voru þá skyldi ég hvað hún átti við. Maður reyndi að brosa í gegnum tárin sem brutust fram í augnhvarmana.
Þetta er búið að vera ótrúleg lífsreynsla og einstakt tækifæri fyrir okkur héðan frá litla Íslandi. Að fá að fara til og sjá staði í heiminum, svo einstaka að maður gæti ekki ímyndað sér þá þrátt fyrir mikinn vilja og ríkt ímyndunarafl. Tækifæri líka fólgið í því að fá að ferðast með öllum þessum frábæru gestum okkar en síðast en ekki síst að kynnast eða kynnast betur og vinna með frábærum samstarfsmönnum. Ég get með sanni sagt að ég sé búin að eignast níu nýja fjölskyldumeðlimi!
En að heimleiðinni Boston - Keflavík, en áætlaður flugtími var 4:30 og ETA á Íslandi 23:15. Ferðin gekk vel, þurftum að ganga frá í vélinni fyrir lendingu því vélin átti að fara beint í sætabreytingu eftir lendingu. Það er ekki hægt að segja annað en að TF-FII, elsku Eyjafjallajökullinn okkar, hafi staðið sig vel, engin bilun heldur möluðu mótórarnir alla 40.000 km. sem flognir voru. Enda klappaði ég vélinni eftir lendinguna í Keflavík, þakklát fyrir "on time performance" svo ekki sé meira sagt.
Við strumparnir 10 þökkum ykkur sem fylgdust með okkur, hvort sem það var hérna eða annarsstaðar, kærlega fyrir samfylgdina og kveðjurnar. Það er ómetanlegt þegar maður er svona fjarri heimahögunum og ástvinum sínum að finna fyrir hlýju og góðum hugsunum.
Við kveðjum í bili, ætlum reynda hvert fyrir sig að gera upp ferðina, besti viðkomustaðurinn, besta hótelið o.þ.h. en það kemur á næstu dögum. Einnig eigum við eftir að bæta inn myndum og öðru....
En áhöfn FI- 1440 er opinberlega OVER AND OUT!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2010 | 11:11
San Sebastian föstudagurinn 28. október
Hérna hinum megin við landamæri, s.s. í suðri, er Spánn og hin undurfagra borg San Sebastian, eins gott að vera ekki þmámæltur :)
Við leigðum aftur rútu og tók ekki nema 45 mínútur að aka þangað. Mjög skrýtið að sjá muninn svona alveg um leið og maður ekur yfir landamærin til Spánar - mjög fallegt líka en allt allt öðruvísi einhvern veginn.
Bílstjórinn átti að sækja okkur aftur um 19:00 og markmið okkar var að borða eins mikið Tapas og hægt væri og tókst það vel.
Það var fallegt veður en sólarlaust og fengum við okkur göngutúr um þessa fallegu borg, mynduðum hana og settumst niður hér og þar, já það má með sanni segja að þetta hafi verið rólegheitardagur hjá öllum.
Svo var farið snemma að sofa enda langt flug daginn eftir, lokaspretturinn frá Biarritz til Boston.
Yfirbloggarinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 10:51
Vínsmökkun í Bordeaux með Björgeaux
Við hin tíu fræknu, skelltum okkur til Bordeaux snemma að morgni fimmtudagsins. Björg og Steinar höfðu farið á hótel gestanna okkar deginum áður og fengið góð ráð og mikla hjálp frá einkar fagmannlegum starfsmanni í móttökunni þar. Björg hafði búið í Frakklandi hérna áður fyrr og talar reiprennandi frönsku - alveg magnað ;)
Það var frekar langt þangað sem við ætluðum, u.þ.b. tveggja og hálfstíma akstur hvora leið. Þegar á áfangastað var komið, í þoku og meiri kulda en við ströndina okkar hjá Biarritz, tók á móti okkur leiðsögukona á vegum vínframleiðandans en hún talaði "frensku" og ég held að ekkert okkar hafi skilið hana að ráði! En engu að síður gaman að sjá ferlið og ekki síður að smakka vínið hjá þeim.
Svo var farið að borða á veitingahúsi rétt hjá sem einhver hafði einnig mælt með og héldum við öll södd og sæl í rútuna sem kom okkur aftur "heim" á hótel.
Um kvöldið skyldi fara út að borða og á diskó niður á strönd og heppnaðist það vel. Sumir voru símaglaðir og eru eins síns liðs búnir að sjá til þess að starfsmenn Vodafone fái jólabónusinn í ár, ehemm... ;)
Yfirbloggarinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 17:03
Biarritz miðvikudaginn 27. október
Eins og móttökurnar hérna kvöldinu áður höfðu verið kuldalegar í gráðum mælt, þá svo sannarlega bætti nýr dagur úr því. Annan eins fallegan bæ hef ég aldrei augum litið. Sólin skein, sjórinn var himinnblár og morgunmistrið lyftist af fjöllunum hérna sunnan við flóann eins og sæng að morgni.
Við ætluðum að fara til San Sebastian hérna rétt sunnan við landamærin frá okkur séð en ákváðum að geyma það til föstudagsins, frekar að njóta okkar hérna í þessum yndislega bæ. Hérna búa um 30.000 manns en á sumrin fimmfaldast talan enda er þetta vinsæll ferðamannabær hjá Frökkum, Spánverjum, Þjóðverjum og meira að segja Rússum. Maður skilur það svo sem enda væri varla hægt að skálda fallegri bæ eða bæjarstæði. Hingað ættu allir að koma allavega einu sinni á lífsleiðinni. Allt krökkt í litlum bístróum, kaffihúsum og veitingastöðum auk allra litlu búðanna með allskyns glingri.
Þar sem við erum 10 er það oft erfitt yfirferðar þannig að við skiptum okkur í tvennt, nemendafélagið og foreldrafélagið... ;)
Það kom öllum vel þar sem fólk gat þá gert það sem það vildi svo var ákveðið að hittast til að borða saman og nú var það sko steik heillin.
Allt í steik...
Fórum á veitingastað sem einhver hafði mælt með og allir fengu sér steik, erum orðin svo samrýmd þessir strumpar ;) Maturinn var góður en félagsskapurinn betri. Eftir matinn fór hluti af okkur upp á hótel en aðrir vildu fara og freista gæfunnar í spilavíti hérna rétt hjá.
Ekki var farið seint að sofa enda var áætluð brottför kl. 08:30 daginn eftir til Bordeux í tveggja stunda akstursfjarlægð til að fara í vínsmökkun.
En nóg í bili mes amis...
A bientot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2010 | 16:45
Þriðjudagurinn 26. október - Heitt og kalt, brrrrrrrrrrrr..!
Hæ hó!! Já við erum enn á lífi :)
Biarritz - Frakkland - GMT plús 2.
Vöknuðum árla morguns á þriðjudaginn enda flug framundan til Frakklands með smá viðdvöl í Alexandríu á Egyptalandi.
Flugið gekk vonum framar og allir farþegar mjög ánægðir líkt og áður bæði með áhöfnina og matinn um borð. Tvenn hjón kvöddu okkur eftir lendinguna en þau höfðu gert aðrar áætlanir en að fara til Boston eftir Biarritz. Við kvöddum þau með knúsi og faðmlögum enda vorum við öll orðnir vinir.
Þreytt en glöð gengum við frá borði seint að kveldi í Biarritz, inn í 5 stiga hita eða kulda réttara sagt, niður um heilar 30 gráður a.m.k. frá Abu Dhabi.
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr er það eina sem kom upp í hugann á okkur.
Við hittumst í smástund á einu herbergjanna meira af þrjósku en áður enda er þreytan farin að segja til sín eftir svona tímaflakk en það er nauðsynlegt fyrir okkur að hrista okkur svona saman og ræða málin.
Við lögðumst á koddana stuttu seinna enda spennandi dagur framundan þar sem kanna átti Biarritz og jafnvel fara til San Sebastian á Spáni.
Bless í bili, strumparnir 10.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 09:43
Mánudagurinn 25. október 2010
Nú var svo komið að Björg og Kristín Ingva áttu inni smá frí en við hin fórum til Dubai með leigubílstjóra sem leigður var í gegnum hótelið.
Það var tekið skýrt fram að hann væri ekki gæd eða leiðsögumaður, hann myndi bara keyra okkur en ekki útskýra neitt. Engin furða, maðurinn kunni ekki stakt orð í ensku og áttum við í mesta basli við að googla heimilisföng og annað til að finna staðina sem okkur langaði að skoða.
Allt þetta hófst á endanum en það sem við gerðum var að gara upp í hæstu byggingu heims, fórum á ströndina að skoða 7 stjörnu Sex and the city hótelið að utan, reyndar dýfðum aðeins tánum í sjóinn og tíndum nokkrar skeljar. Fundum meira að segja Central Perk kaffihúsið sem er svona næstum því en ekki alveg eftirlíking af Central Perk kaffihúsinu í Friends þáttunum.
Að því loknu var farið í Emirates Mall sem er verslunarkjarni að bandarískum hætti og má með sanni segja að við höfum alveg fundi okkur þar he he. Þar fóru Bjössi, Kristín Helga og Nonni á skíði, já á skíði inni í mollinu!
Svo héldum við heim á leið, eða sko upp á hótel, sæl og rjóð í kinnum, allavega var skíðafólkið rjótt í kinnum. Farið var snemma í háttinn, enda langur dagur framundan, flug frá Abu Dhabi til Biarritz í suður Frakklandi, Atlantshafsmegin, með millilendingu í Alexandríu á Egyptalandi.
Bless í bili kroppar!
E.s.
Björg er svo góður prúttari að þegar við vorum að fara heim eftir jeppasafaríið, þá leist henni heldur betur ekki á hraðann og náði hún að prútta hraðann niður í 120 km. á klst! Bara Björg (:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2010 | 09:30
Eyðimerkurferð - framhald.
Sunnudagurinn 24. október 2010 framhald
Eyðimerkurferðin í jeppatorfæru og magadansmær
Eins og kom fram síðast vorum við hin 10 fræknu á leið í jeppatorfæru í eyðimörkina rétt utan við Abu Dhabi. Man, oh man segi ég nú bara, þvílíkt og annað eins.
Héldum að þetta væri safarí en þá var þetta torfæra, stoppað til að hleypa úr dekkjunum og allt, niður í 15 pund ef mig misminnir ekki! Við fórum í sitthvorn jeppann svo bættust við allavega 12 jeppar til viðbótar og bílstjórinn sagði á sinni ensku: Please put seatbelt on!
Svo var spólað og slædað og glædað og látið sig húrra fram af sandöldunum Það náðist á myndband þegar ónefndir áhafnarmeðlimir skræktu í kór mjög fyndið, það lá við að það heyrðist á milli bíla!
Eftir torfæruna fórum við öll inn í svona tjaldaðan sal, úti samt, með sviði í miðjunni. Þar átti að borða við borð í kringum sviðið sitjandi á púðum, mjög gaman. Fyrir þá sem vildu var hægt að sitja úlfalda eða kameldýr (man aldrei hvort er hvað!:) og aðrir gátu prófað snjóbretti í sandhólunum. Eftir matinn kom þessi fína magadansmær og heillaði margan kerlpeninginn upp úr skónum og meira að segja alla leið upp á svið með sér (reyndar konur líka ;)
Það var tunglbjart enda nýbúið að vera fullt tungl og var slökkt á öllum ljósum í 10 mínútur og gat fólk þá legið og horft til himins. Þetta reyndist afar róandi og slakandi fyrir alla. Að því loknu var haldið upp á hótel á ný þar sem draumarnir biðu okkar á koddunum og er ég nokkuð viss um að flest okkar hafi dreymt vel.
Bestu kveðjur frá okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 20:20
Abu Dhabi, GMT plús 4 klst.
Við lentum á undan áætlun, síðla dags en ekki hvað! Við drifum okkur að undirbúa vélina eins mikið og hægt var fyrir næsta flug til Frakklands með millilendingu í Egyptalandi og það er óhætt að segja að maður hafi svitnað smá í þessum hita.Steinar, Bjössi og Emil héldu áfram með vélina til Al Ain flugvallar sem er í 20 mín. fjarlægð frá Abu Dhabi til þess að geyma hana þar en ekki fékkst heimild til þess að hafa hana í 3 daga á flughlaðinu hér.Við hin fórum rakleiðis af flugvellinum í Abu Dhabi upp á hótel sem lítur út eins og flugstöð, flott hótel og nýtískulegt en okkur leið samt öllum eins og við værum að bíða eftir kalli út í vél þegar við fengum okkur að borða hérna á veitingastaðnum. Höfðum flest okkar, fengið okkur sundsprett hér úti á 5 hæð í hitamistrinu og tunglsljósinu og það var sko notalegt eftir amstur dagsins.Það má með sanni segja að við værum alveg búin á því og allir "skulduðu" svefn og var því farið snemma að sofa. Daginn eftir ( í dag s.s.) er áætlað að fara í eyðimerkursafarí, BBQ, magadansmær mun dansa og jafnvel verður þarna eitt kameldýr eða svo!
Við kveðjum í bili - endilega að kvitta í Gestabókina okkar, okkur finnst svo gaman að fá kveðjur.Knúsí knús, við :)
E.s.Vegna lélegrar tengingar hérna hjá okkur er erfitt að setja inn myndir, ætlum að reyna áfram að setja inn en kannksi verður ekkert fyrr en í Frakklandi :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2010 | 20:14
TAJ MAHAL
Vöknuðum árla morguns - mishress í mallakútunum okkar en allir héldu hressir upp í rútu og upp á flugvöll í Udaipur. Það er skrýtið að hugsa til þess að Indverjar hafa náð að senda geimflaug út í geim... og heim aftur en nær allir íbúar landsins eru dag frá degi að sinna frumþörfunum - að fæða sig og klæða með misgóðum árangri!
Á leið okkar til Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum var gert stutt stopp í Agra á Indlandi og Taj Mahal skoðað. Alveg hreint mögnuð bygging, tóku 22.000 manns 20 ár að byggja og var það tilbúið árið 1653. Þarna var eitt mesta áreiti af sölufólki og betlurum sem við höfum lent í í ferðinni. Ekki náðist að taka myndir af hópnum á bekk Prinsessu Diönu þar sem mikil röð var af fólki en við höfðum takmarkaðan tíma áður en farþegarnir okkar kæmu til baka. Við bættu úr því með myndatökum á völdum stöðum sem leiðsögumaðurinn okkar valdi af kostgæfni.
Einn punktur í sambandi við fjölda Indverja og atvinnusköpun en í hverju starfi eru allavega 3 menn eða konur, einn sem vinnur og 2 til að fylgjast með en þetta kallast víst atvinnusköpun (:
Eftir að hafa arkað um í 35 stiga hita hjá Taj Mahal var haldið aftur út á flugvöll til að undirbúa næsta legg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2010 | 03:55
Laugardagurinn 23. október 2010
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar