22.10.2010 | 12:54
22. október JÚDÆPÚR - dagur 2
Afslöppun og sittlítið af hverju
Eftir morgunmatinn fórum við öll sem eitt beint á sundlaugarbakkan og hentum okkur á bekkina enda kallaði sólin afar sterkt á okkur. Að "taninu" loknu var ákveðið að hafa daginn svona "freestyle" eða frjáls aðferð þannig að hvert okkar gat þá bara gert það sem það vildi.
Sumir fóru að versla minjagripi og bakkaskraut á meðan aðrir fóru að skoða borgina betur.
"TUK TUK" bílstjórarnir okkar frá því í gær, Ravi og vinur hans, biðu okkar fyrir utan hliðið og stukkum við á tilboð þeirra að aka okkur um borgina, gott líka að hafa innfædda til að fylgja okkur, svo allt fari nú vel.
Það er alveg ólýsanlegt að vera hérna, ég ætla samt að reyna að lýsa því. Að aka eða ganga hérna um þröngu göturnar iðandi af mannlífi er stórkostlegt.
Lyktin
Hvernig er hægt að lýsa henni? Hún einkennist auðvitað fyrst og fremst af sterkri kryddlykt, heilu sekkirnir af kryddi til sölu. Hvert sem maður rekur nefið...Svo blandast saman við hana reykhelsisilykt, hitalykt, kúamykjulykt og alveg "langt-yfir-mörkum" mengun úr pústkerfum farartækjanna. Engin furða að flestir notast við klúta til að hlífa vitunum.
Flest fólk hérna á ekki kæliskápa né hefur rennandi vatn þannig að megnið af deginum fer í það að versla á markaðnum og sækja vatn. Við höfuð það sko gott - það er vitað mál.
Það er ekki mikið um betlara sem er léttir fyrir okkur enda höfum við verið að fara á markaði innfæddra frekar en þessa dæmigerðu ferðamannastaði.
Lausagangur dýranna hérna er nokkuð fyndinn, hérna eru asnar, geitur og kýr bara að slappa af úti á miðjum vegum. Það er einhvern veginn of framandi fyrir okkur að skilja þetta. Svo eru hundar hérna líka lausir og villtir, allir sem einn einum of mjóir... ;(
Við höfðum ákveðið var að fara í síðdegissiglingu á vatninu þar sem Borgarhöllin er og borða þar á hóteli sem er úti í miðri eyju.
Það heppnast vonandi vel en nú er vinnudagur framundan og stefnan tekin á AGRA á morgun til að skoða Taj Mahal á leið okkar til Sameinuðu furstadæmanna.
Við verðum vonandi líka í GSM sambandi þar en ef ekki þá er alltaf hægt að hafa samband í gegnum gestabókina hérna á blogginu.
Við kveðjum í bili og sendum ykkur öllum hjartanlegar kveðjur héðan.
E.s. Okkur líður öllum mjög vel -og heyrumst á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2010 | 12:00
Jú-dæ-púr eða "youdiepoor" 21. október
Indverskt brúðkaup og "nastí" salerni
Loks gefst smá tími til að færa inn atburði liðinna daga. Það er alveg ótrúlegt ævintýri og forréttindi að vera hérna og upplifa þetta örlitla brot af heiminum og menninguna sem hann hefur upp á að bjóða.
Við sem hópur náum mjög vel saman sem er æðislegt - einn fyrir alla og allir fyrir einn. Við vöknuðum í gærmorgun og fengum okkur morgunmat saman á hótelinu okkar hérna. Við erum á mjög fallegu hóteli innan öryggisgirðingar en farþegarnir okkar eru hérna innan sömu girðingar en á öðru hóteli þar sem t.d. Dame Judi Dench gistir núna.
Því næst var skellt sér í langþráð sólbað - loksins heiðskír himinn, sól og blankalogn, við þurftum sko að nota öll þessi bikiní sem við höfðum pakkað niður, skulduðum alveg smá "tan" enda leist okkur ekkert á blikuna í Myanmar í 100% raka og grenjandi rigningu!
Svo ákváðum við að fara í borgina og voru pantaðir 3 "TUK TUK" bíla eða yfirbyggð mótórhjól á hótelið og je dúdda mía - það tekur á að vera í svoleiðis farartæki. Hér er bara ein umferðarregla og hún hljóðar svona: Flauta - flauta - flauta! Og sá sem er á stærra farartæki er í órétti.
Við keyptum Sari og aðra hefðbundna búninga til að vera í á næsta flugi, borðuðum á veitingahúsi þar rétt hjá og fórum svo í kláf upp á fjall hérna til að horfa yfir borgina og vatnið þar sem Borgarhöllin er við. Ótrtúlegt útsýni og vatnið sjálft þurrkast upp þar til rignir á ný og þegar það er mesti þurrkutíminþá er hægt að aka yfir það!
Var ég búin að minnast á klósettin hérna á svona almenningsstöðum eða veitingahúsum? Það er mjög einfalt, bara hola í gólfinu og reyndu nú að hitta. Ég er ekki frá því að ég hafi aldrei séð annað eins og fór í svona "Crying game" sturtu þegar ég kom aftur á hótelið...
Um kvöldið vorum við sótt á slaginu 18:00 af starfsfólkinu af næsta hóteli þar sem farþegarnir okkar eru. Okkur var s.s. boðið með á viðburð annarsstaðar í borginni með þeim og fararstjórunum. Við vorum ferjuð fram og tilbaka á 3 rútum og við 10 dreifðum okkur á þær svona til að blanda geði og kynnast fólkinu betur.
Þegar á staðinn var komið beið okkar hefðbundið indverskt brúðkaup en nýlega gift hjón í ferðinni ákváðu að gifta sig aftur, líka að Hindúasið. Mjög falleg athöfn sem fór fram og við urðum vitni að. Þau eru bæði mjög hamingjusöm og voru búin að vera ekkill og ekkja í 3 ár áður en þau fundu hvort annað (: Yndislegt.
Eftir vel heppnað kvöld í anda Þúsund og einnar nætur, spákarlslestur, Henna húðflúr, góðan mat og frábæran félagsskap var haldið heim á leið. Allir sælir og sáttir þegar lagst var á koddann.
Bless í bili héðan frá JÚDÆPÚR.
E.s. KARA!! Kermit var lasinn en Rauðhetta fyllti í skarðið í hans stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2010 | 16:19
Jangún - Údæpur (íslenskað) 20. október 1950, já 1950!
Jalla - jalla!
Flugvöllurinn
Ef við höfum orðið vitni að fátækt þá er það ekkert miðað við hérna í Indlandi - en samt allir voða ánægðir og glaðir. Umhyggja alla leið hjá "reppanum" okkar þegar hann lét okkur draga og bera ferðatöskurnar okkar í gegnum flugstöðina og allå leið út í vél.
Flugvöllurinn hér í Udaipur er algjör sveitavöllur og ekkert pláss fyrir nema eina flugvél í einu á flughlaðinu og var því mikill hamagangur að klára undirbúninginn fyrir næsta legg og færa síðan flugvélina á "hard stand" áður en næsta vél lenti.
Hérna er mjög algengt að kýr gangi lausar og óáreittar, enda heilagri en andsk.....! Það er hægt að gleyma því strax að fá sér blóðuga T- bone steik hérna.
Ef kýr t.d. ákveður að leggjast niður á miðri götu þá er umferðin bara stoppuð! Einmittt vegna þessa er t.d. frasinn "Holy Cow" kominn!
"Eníveis" þá erum við núna á hótelinu okkar hérna í Údaæpúr ( a la íslenskuframburður) og erum að blogga, setja inn myndir og já "De-briefa".
Erum boðin í boð með farþegunum á morgun á slaginu sjö, reyndar á sama hóteli og Tom Cruise og þau sem eru að taka upp M.I. númer 27;)
Ætlum jafnvel að leigja fíl til að sitja og klappa ekki á morgun en hinn! Það væri frábær upplifun.
Erum að bíða eftir "Thin crust pizza´s" hérna á herbergi 201 enda var flugtíminn einungis 3 tímar og " full service" þrátt fyrir ókyrrð og hrævareldum (St. Elmo´s Fire) í næstum klukkutíma, ekki að spyrja, við rúlluðum þessu upp.
Ætlum að skoða margt og merkilegt á morgun og kemur færsla um það inn annað kvöld!
Við kveðjum héðan í bili, erum í símasambandi loksins og sms-in hrönnuðust upp loks þegar við komumst í samband.
E.s. það eru settar inn nýjar myndir í eldri albúm þannig að það er alveg þess virði að skoða albúmin af og til!
ALVIDA eða bless á hindú máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2010 | 09:13
Þriðjudagurinn 19. október
Spádómsblogg, kínverskur matur og engispretta
Hæ aftur þið sem nennið að lesa ferðasögur okkar hérna hjá Topp tíu flokknum. Þegar síðustu færslu lauk vorum við að fara í Kínahverfið að borða mat en okkur var ráðlagt að fara annað, á einhvern kínverskan stað hérna rétt hjá í þriggja stykkja leigubílafjarlægð vegna fjölda okkar.
Það eru rúm 30 ár frá því að skipt var í hægri umferð úr vinstri og þar sem meðalaldur bíla er um 35 ár þá eru flestir bílar hérna gerðir fyrir vinstri umferð. Það var svolítið skrýtið að sitja fram í vinstra megin og ekki með stýri og engin bílbelti en það er önnur saga, ehemm ehemm.
Við fengum öll ágætis mat og að honum loknum var svo haldið heim á leið í öðrum þremur leigubílum og allir gluggar opnir vegna hitans og ein u.þ.b. 100 gramma engispretta gerði sér lítið fyrir ákvað að spretta inn í bílinn á ferð og kanna hárið á einu okkar ;(
Jakk, það borgar sig greinilega að keyra um með lokaða glugga.
Kristín Ingva spurði svo bloggarann hvort ekki væri bara hægt að fá að vita strax ( í gærkvöldi) hvað myndi gerast í dag, bara svona svo að hún vissi hvað hún ætti að gera :)
Þriðjudagurinn 19. október - monsúnrigningar og markaður
Við fengum okkur morgunmat saman eins og alltaf en við teljum að það sé eins og einhversskonar lím sem þjappar hópnum saman í byrjun hvers dags, alveg nauðsynlegt. Að honum loknum var stefnan tekin á markað hérna rétt hjá og á leið okkar þangað byrjaði að rigna hressilega svo bættist í og meira og meira og ég sver það að við höfðum aldrei séð aðra eins rigningu!
Monsúnregntímabilið er að enda hér á slóðum en greinilega er það ekki alveg búið. Markaðurinn var sem betur fer inni, ekki ólíkt Kolaportinu, bara miklu miklu stærri.
Þar var keypt bakkaskraut og prúttaðferðin var farin að smita út frá Björgu í okkur hin og gerðum við góð kaup hvert í sínu lagi og stundum saman.
Hérna er fólkið fátækt líkt og í Víetnam og ríkidæmið á höndum fárra útvaldra. Samt sem áður er fólk mjög glatt, kurteist og brosir annaðhvort á móti manni eða á undan.
Klæðaburðurinn hérna er mjög einfaldur, allir, konur og menn eru í pilsum sem bundin eru að framan hjá mönnum en á hlið hjá konum. Svo nota bæði kynin skyrtur að ofan, ekki flókin tíska það!
Við stöllurnar létum sauma á okkur svona pils til að vera í á morgun á fluginu okkar til Indlands, virkilega fallegar flíkur. Herrarnir í áhöfninni ákváðu líka að kaupa sér pils en þeirra eru köflótt á meðan kvenpilsin eru ýmist einlit eða mynstruð.
Núna ætlum við að fara í nudd eða "maní/pedí" hérna á hótelinu og láta dekra smá meira við okkur.
Við biðjum að heilsa héðan og verðum vonandi í símasambandi á Indlandi en þangað til knús á línuna!
Bloggar | Breytt 22.10.2010 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2010 | 14:22
Yangon í Myanmar
Dagur 2 í Yangon. Monsún tímabilið er að enda, hiti 25 ´C og rakastig 90%
Vöknuðum öll "últra" hress eftir góðan nætursvefn og vorum búin að mæla okkur mót í morgunmat á hótelinu. Markmið okkar er að reyna sem flestar súpur í morgunmat - mmmmmmmm, noodle soup aftur :)
Það er svo mikill raki hérna að það skiptir engum sköpum þó svo að maður missi hálfa sódavatn í rúmið, það er allt jafnblautt!
Fórum á slaginu 11:00 með leiðsögumanninum okkar honum "Willy" (getum ekki lært hitt he he) að skoða alveg hreint ótrúlegt gylltan turn í hofinu SHWE DAGON PAGODA sem er búinn til úr ekta gulli með stóran 76 karata demanti á toppnum. Hofið eða turninn er byggður utan um 8 hár af 2500 ára gömlum Indverskum Búdda og geymt neðst í honum og er þetta mekka Búddista.
Það sem einkennir helga staði Búddista er að allir þurfa að fara úr skóm og sokkum áður en farið er inn, annað er vanhelgun. Best að fylgja öllum fyrirmælum (; Það var nýbúið að rigna og við öll á tásunum og bara sleipir steinar. Við vorum vöruð við því að detta ekki en þegar svona margir eru saman þá eru líkurnar ekki með okkur. Það heyrðist svaka dynkur og eitt okkar tók lágflugið og lenti næstum í ræsinu í hofinu! Sem betur fer meiddist viðkomandi ekki mikið en við fórum ofsa varlega eftir það.
Eftir það skoðuðum við stærstu marmarastyttu sem til er af Búdda í heiminum, hún vegur um 500 tonn og er hreint stórfengleg.
Svo fórum við að skoða hvíta fíla en sagnir segja að Búdda hafi verið hvítur fíll í einu af mörgum fyrri lífu og hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir Búddista. Síðan lá leiðin að annarri stórri styttu ( 65 metra langri) af Chauk Htat Gyi - Búdda, liggjandi í þetta sinn. Hann er greinilega "inn" hérna hann Búdda karlinn sem er alveg skiljanlegt! Hann er svo sætur :)
Það sem er svo yndislegt við búddismann er að það eina sem hægt er að taka með sér í næsta líf er ýmist gott eða slæmt karma. Allt hitt, þetta veraldlega, getur maður ekki tekið sér. Hvernig væri að lifa eftir því?
Klukkan 17:00 fórum við Kristín og Kristín og Birgitta í nudd og var það yndislegt og mjög vel þegið;)
Núna er stefnar tekin á "China town" hérna í Yangon og er ætlunin að fara í mat og hafa gaman.
Við kveðjum héðan í bili - áhöfnin TOP TEN plús Heiða mús er over and out!
Bloggar | Breytt 19.10.2010 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2010 | 13:30
Víetnam - Laos - Mjanmar
Jæja góðu hálsar.
Ætlum ekki að vera orðalöng í þetta sinn.
Sunnudagur 17. október 2010 (dagssetning aðallega skrifuð fyrir okkur, vitum stundum ekki í hvaða landi við erum hvað þá hvaða dagur er?)
Fórum árla morguns af stað frá Silk Path hótelinu í Hanoi. Okkar beið mjög stutt flug til landsins Laos sem tók u.þ.b. klukkustund og var það svona dæmigerð Hamborgarþjónusta, munið þið? Við freyjurnar vorum í hefðbundnum víetnömskum búningi og vakti það mikla kátínu farþeganna. Alveg furðulega gott að vinna í silki...! Spurning um að hafa það í huga fyrir næstu einkennisföt? Do you read me Loftleiðir? (:
Einungis farþegarnir fóru inn í landið en við í áhöfninni "Happy TEN plús Heiða mús" biðum í 5 klukkustundir ýmist í vélinni meðan aðrir skruppu inn í flugstöðina til að kaupa bakkaskraut. Já, það má ekki gleyma því!
Eftir að farþegarnir komu aftur um borð og eftir annað klukkustundarlangt flug með frábærum mat og annarri Hamborgarþjónustu (úff) vorum við komin til landsins Mjanmar, áður Búrma. Þegar við komum inn í borgina var þegar orðið dimmt. Það var haldin "de-breifing" og komumst við að því að kakkalakkinn sæti með rúllurnar hafði laumað sér ofan í sjúkratöskuna okkar! Hann var greinilega að finna sig með okkur, ekki annað hægt.
Við höfðum bókað leiðsögumann fyrir næsta dag og fórum við öll mjög þreytt en ánægð á loksins mjúka kodda (í hinum löndunum er eins og það hafi verið fyllt á koddanan með sementi :).
Við segjum bless í bili héðan af hebergi 1624. Þið eruð æðisleg og við sendum okkar hljýustu kveðjur.
FI1440 (Top TEN plús Heiða, mínus Kalli kakkalakki) kveður í bili!
Þið eruð frábær að nenna að fylgjast með okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2010 | 13:16
Mánudagur 18. október 2010
16.10.2010 | 16:20
Ha Long Bay !!!!!!
Föstudagurinn 15. október
Markmið 1: Vakna...(stundum erfiðara fyrir suma en aðra).
Markmið 2: Borða morgunmat á hótelinu.
Markmið 3: Fara í einkarútu með leiðsögumanni til Halong Bay í siglingu á einkabáti og gista þar um nóttina. Gerðum svaka deal, svona special plice fol you my fliend og skelltum okkur á það að bóka, gera og græja siglingu í gegnum manninn sem tók á móti okkur á Hanoi flugvellinum en hann heitir Ding, vill láta kalla sig Ding Dong ;)
Hanoi - Halong Bay. Áætlaður aksturstími: 4 klukkustundir
Rútan beið okkar snemma daginn eftir þar sem Halong City beið okkar. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Huan - ekki One heldur Huan, tók á móti okkur með bros á vör( en hann minnti bloggarann óvenjumikið á William Hung og ég söng í huganum She bang, she bang...).
Eftir að hópurinn hafði komi sér fyrir í litlu rútunni byrjaði hann Huan að fræða okkur um margvíslegt og hér koma nokkrar Huan staðreyndir sem við höfum ekki sannreynt en...!
· Vissir þú að Víetnam er annað stærsta útflutningslandið á hrísgrjónum á eftir Tælandi sem Björg er svo óð í að komast til?
· Vissir þú að Hanoi er nýlega orðin 1000 ára gömul, bara í síðustu viku?· Einnig er landið annað stærsta á eftir Brasilíu í útflutningi á kaffi (alveg rosalega sterkt kaffi, fékk vikuskammtinn í einu bolla)?
· Eftir að fólk dó var það grafið og eftir 3 ár var það grafið upp aftur og sett á endanlegan hvíldarstað á miðjum hrísgrjónaakri fjölskyldunnar en í dag er notast við hefðbundna grafreiti og ekki lengur leyft að grafa ættmenni á hrísgrjónaakrinum.
Gert var stutt stopp á leiðinni á markaði sem er einnig verndaður vinnustaður. Þar var hægt að komast á Happy room eða klósett eins og Huan kallar það. Einnig var hægt að versla, smá ferðamannagildra en til að styrkja gott málefni.
Ákveðið var leita að bakkaskrauti (ekki hnakkaskrauti hvað þá þurrskreytingu) til að styrkja þá sem vinna þarna en fólkið sem vinnur þar fæddist vanskapað, með fæðingargalla vegna eiturs sem notað var í Víetnamstríðinu sem notað var af Bandaríkjamönnum til að eyða gróðrinum til að sjá betur. Eitrið Agent orange fór svo niður í jarðveginn og sem skilaði sér svo út í fæðið með tímanum.
· Vissir þú að þetta sama eitur hafði líka áhrif á bandaríska hermenn? Nú í dag er þriðja kynslóðin af bandaríkjamönnum að fæðast með þessa sömu fæðingagalla.
Fundum þetta fína bakkaskraut og Björg yfirprúttari náði góðu verði, en ekki hvað? Á leið okkar blasti við okkur raunveruleikinn, mikil fátækt en fólkið mjög glatt. Okkur öllum fannst eins og nútíminn hefði gleymt að heimsækja landið, fólk býr þar sem þar vinnur, í pínulitlum mjóum svona einskonar bílskúrum.
Þar situr það ýmist á litlum plaststólum eða á hækjum sér og alveg pollrólegt með grænt te og brosir í gegnum tannleysið - amman, afinn og alveg niður í litla barnið sem leikur sér alveg óþægilega nærri veginum sem er hafstraumur af vespunum og öðrum tryllitækjum og allir virðast vita að þessi umferð er skipulögð óreiða.
Halong Bay
Þegar við komum loks til Halong City, pínu þvæld og með verki í eyrunum eftir Ipodana urðum við strax orðlaus. Okkar beið lítill bátur sem ferjaði okkur yfir í bátinn okkar af Junk gerðinni en við vorum ekki alveg að falla fyrir því þegar Dong var að reyna að selja okkur ferðina en hann sagði á sinni ensku: You will be on a Junk and you will eat crap ( eða crab)).
Skipið okkar, QN 3686, beið aðeins utar í höfninni, eitt af mörgum enda einn af vinsælli ferðamannstöðunum á þessum slóðum.Þegar við komum um borð fengum við káeturnar okkar úthlutaðar og fljótlega var borinn fram hádegisverður í matsalnum á þriðju hæð. Allur matur var með sjávarfangsívafi og mjög góður.
Hver og einn fékk sína káetu, alger lúxus enda tekur báturinn 36 manns og við bara 10 með 13 manna áhöfn!
Eftir hádegismatinn var farið beint í litla bátinn sem fylgir Junkinu okkar og við fórum að skoða alveg hreint stórmerkilega hella ekki svo langt frá.· Vissir þú að það er búið að nefna 1969 eyjar í Halong Bay?
· Vissir þú að Halong Bay er á heimsminjaskrá UNESCO?
Að því loknu var farið aftur um borð í bátinn okkar til að skipta um föt og stefnan tekin á litla eyju nærri til að ganga upp 423 tröppur upp á útsýnispall og útsýnið!
Svo var farið á ströndina í ljósaskiptunum og sumir hreinlega hentu sér út í sjóinn með miklum oforsi, a.k.a. Bassi JAð baðferðinni lokinni var farið tilbaka og mannskapurinn gerði sig tilbúinn fyrir kvöldverðinn í matsalnum klukkan 19:00 og biðu sumir uppi á efsta þilfarinu eftir matnum en þar voru þessu æðislegu sólbekkir þrátt fyrir mistrið. Þar var magnað útsýni og hreinlega ólýsanlegt að sjá sólina setjast alveg satt, það eru ekki til orð yfir þetta!
Að kvöldmatnum loknum sem var líka sjávarfang, sulplæs sulplæs að mestu spurði bloggarinn hvort að það væri líka seafood í morgunmat en það var sem betur fer ekki.Nú var orðið dimmt og sátum við í skamma stund á efsta þilfarinu og týndumst við eitt á fætur öðru niður í káeturnar okkar þar sem rúmin okkar biðu á yndislega bátnum sem ruggaði og vaggaði svo blíðlega í svefn, líkt og stór vagn í suðvestan roki og rigningu a la sunny KEF ;)
Næsta morgun átti að létta akkerinu á slaginu 7:30 og stefna á höfnina í Halong City en sumir fengu næturgesti og segjum við frá því í næstu færslu! Okkur líður æðislega vel og við biðjum kærlega að heilsa heim!
Laugardagurinn 16. októberHalong Bay Hanoi Flest okkar vöknuðu árla morguns þegar vélin í bátnum var ræst. Sumir höfðu þó vaknað aðeins fyrr til að sjá sólarupprásina sem var víst alveg mögnuð.Þeir sem ætluðu að sofa undir berum himni um nóttina á efsta þilfarinu, urðu að lúta í lægra haldi fyrir veðurguðunum því það fór að rigna...!Kristín Ingvars og Steinar fengu óvænta næturgesti.
Greyið Kristín fór inn á Happy room um nóttina í káetunni sinni og við henni blasti þessi stærðarinnar kakkalakki, já jakk. Hann sat á klósettinu og var að lesa vikugamalt Fréttablað með rúllur í hárinu. Hún greyið æpti en þá stóð hann upp og sturtaði niður og rölti þá í makindum sínum bara í næstu káetu til nágrannans hansSteinars. Steinar var aðeins rólegri yfir honum, held að hann hafi ekkert verið að kippa sér upp við þenna leynigest, enda svo sætur með rúllur í hárinu!
Morgunmaturinn var egg, beikon og ristað brauð. Nei þetta var meira líkt tvíbökum, svo hart var það. Brauðið var örugglega ristað í gær til að flýta fyrir þjónustunni í morgun, en það er önnur saga. Eftir morgunmatinn vorum við næstum komin að landi og bílstjórinn beið okkar til að aka okkur til Hanoi. Við stoppuðum líka á Happy room á leiðinni tilbaka og þá greip Björg tækifærið og prúttaði við innfædda á markaði og varð okkur úti um búningana á okkur sem á að nota í fluginu á morgun til Laos. Sko Björgu, hörð í horn að taka og fær alltaf góða díla og enga krókódíla!
Þegar á hótelið var komið um hádegisbilið var skilað af sér farangrinum og farið strax í gönguferð með Huan sem ætlaði að finna núðlusúpustað fyrir okkur. Mmmmmm, noodle soup! Já, ehemmm, við förum ekkert nánar út þann stað, fengum okkur extra mikið chili, hvítlauk og hrísgrjónavodkastaup til að vera örugg...Að matnum loknum tók við smá rölt um Hanoi og skildust leiðir hópsins þar sem annar hópurinn vildi skoða stríðsminjasafnið en hinn hópurinn vildi kíkja í smá borgarrölt.
Við ætlum að hittast í anddyri hótelsins eða var það vestibule? J klukkan 19:00 og borða snemma enda verðum við farin héðan á slaginu 5:45 í fyrramálið og þá tekur við klukkustundarlangt flug til Laos en þar stoppum við í um 6 tíma og höldum svo áfram til Yangon í Myanmar en þangað er annað klukkustundarlangt flug.
Við erum ánægð með ykkur að vera svona dugleg að fylgjast með okkur og skrifa í gestabókin! Meira svona...!Við kveðjum í bili héðan frá Víetnam og við setjum svo inn nýja færslu á morgun.FI 1440 Over and out.
Bloggar | Breytt 17.10.2010 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.10.2010 | 10:41
Föstudagur 15. október 2010
15.10.2010 | 01:17
Fimmtudagurinn 14. október 2010
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar