14.10.2010 | 14:27
Fróðleiksmolar um Japan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 14:11
Good morning Vietnam!!!!!
Osaka Hanoi, flugtími 4: 40, góð flugveðurskilyrði.
Dagur 5 Good morning Vietnaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaam!
Við vöknuðum eldsnemma, um 6 til að fara um 7:30 frá hótelinu Swissotel Nankai í Osaka. Einn okkar villtist pínu á hæðum eftir morgunmatinn og skildi ekkert í því að lykillinn hans virkaði bara ekki! Reynda rétt númer en vitlaus hæð... Hí hí hí, ekkert svo skrýtið ef maður spáir í það, bara eitt herbergi af mörgum sem við munum gista á plús tímamismunur og allskonar skortur ;)
Eftir villu vegar lá leiðin til flugvallarins sem var í ca. klukkustundar fjarlægð. Á móti tók okkur enn einn fallegi dagurinn, sól en smá mistur.
Smá útúrdúr: Rákum augun í Cordon Bleu hótel rétt hjá hótelinu okkar, sælla minningar. Hver man ekki eftir Cordon Bleu réttinum fræga um árið ætlaði hann aldrei að hætta? Kannski verður gist þar næst og ég rétt get ímyndað mér hvað er á boðstólnum þar: All you can eat Cordon Bleu buffet"!
Í þessum töluðu orðum er verið að stilla gítara (já í fleirtölu, með magnara og alles) hérna á herbergi 804 og búið að prenta út texta. Ehemm....! Pant ekki syngja( BMW :) Spurning um að munda tamborínuna?
Það væsir sko ekki um þessa áhöfn með bros á vör og söng í hjarta. Væmið? Já það má þegar maður er ca. skrilljón kílómetra frá heimalandi sínu og ástvinum.
Smá vandamála reddingar í rútunni, einn farþeginn okkar átti afmæli í dag og kakan týndist eða fannst ekki. En Jenný gladdi okkur þegar hún hringdi í okkur í rútunni og tilkynnti okkur að kakan væri fundi. Hjúkk it... Miss Elly fær kökuna sína.
Vopnaleit!
Það er ekki vinsælt að hafa með sér vopn eða hnífa á flugvöllum..... (Country road, take me home.... er verið að syngja og spila akkúrat núna ;).... en Björg eins sakleysisleg og hún lítur út fyrir að vera var bara sko óvart með hnífapör í tékk farangrinum og ekki vildi kurteisi Japaninn hleypa henni í geng með hníf... Allt má reyna!
Annað með Björgu, hún hefur greinilega blæti fyrir Tælandi, allavega er hún alltaf á leiðinni til Tælands en ekki Víetnams. Svona er hægt að ruglast þegar maður er svona ferðalagaður.
Við, og þá meina ég við skvísurnar, höfðum keypt okkur Kímónó eins og fyrri bloggfærsla sagði til um. Við fórum í þá og tókum á móti farþegunum í þeim, allar við stöð 2 og sögðum konnichi wa, borið fram sem konnitsjíva.
Þetta vakti mikla lukku og farþegarnir dáðust svo að Vintage Kímónunum okkar.Það var frekar mikil ókyrrð á leiðinni og tafðist öll þjónusta en við rúlluðum þessu upp, en ekki hvað? Aldrei spurning!
Klukkan var 7:15 GMT eða 14:15 að staðartíma þegar við lentum á víetnamískri grundu.Það tekur alltaf u.þ.b. 2 tíma að ganga frá vélinni svo að hún sé næst því að vera tilbúin fyrir næsta flugtak en þrátt fyrir alla okkar viðleitni þá var áritunarvesen og við lentum í smá en allir pollrólegir enda 2 dagar framundan til að njóta Víetnam og aðallega Halong Bay en þangað ætlum við að fara í fyrramálið, búin að leigja bát og munum gista eina nótt á einhverju lóni, fara í sólbað og stökkva út í sjó ala Páll Óskar(Gvandala gústala).
Það er mjög skrýtin umferðarmenning hérna, 6 milljónir íbúar í Hanoi og ca. 3 milljónir vespna og það er sko skipulegt kaós sem gildir hér. Allt að 5 manns saman á vespu, allt niður í 6 mánaða börn ekki með hjálma... Jæks! Núna er verið að syngja og spila Óbyggðarnar kalla. Núna er
Sálin komin á fóninn Sóóódóóómaaaaaaaaa!!! Ég, BMW og Kristín Helga KHL sögðum báðr: Hvar er Gurrý núna? Núna er kominn tími á gleði og glaum eftir vel heppnaðan dag með frábærri áhöfn einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Nýja fjölskyldan Top Ten kveður í bili og segir djó eða skál að víetnömskum sið og auðvitað bless eða tambien á víetnömsku!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2010 | 11:42
10 í Puttalandi
Eftir stuttan nætursvefn hjá sumum en aðeins lengri hjá öðrum sem skulduðu svefn var vaknað um níu leytið þrátt fyrir að hafa verið flest til að ganga tvö um nótt að blogga og yfirbloggaranum langaði mest til að skrifa bara blogg, blogg og bla, bla en með samvinnu og tannstönglum í augum var lokið við blogg dagsins.
Ákveðið að fara ekki í morgunmat á hótelinu heldur ætluðum við á fara á japanskan veitingastað og borða japanskan morgunmat when in Japan do as the Japanese do! Eftir á að hyggja þá er allur matur japanskur hérna ! Eníhú þá var það nú ekki eins auðvelt og það hljómaði þegar við fengum leiðbeiningarnar að finna þenna ákveðna stað og eftir að hafa farið upp og niður með lyftunni margoft og tekið tvær vinstri beygjur fundum við ekki þennan ákveðna stað. Eftir mikla leit og aðstoð og meira að segja með fylgd frá kurteisu starfsfólki búðarklasans fyrir neðan hótelið fannst loksins staðurinn en ekki leist öllum nógu vel á hann og þá kom McDonald´s sterkur inn, he he. Viva McDonald´s! Þegar búið var að snæða ákváðum við að fara á markaðinn til að kaupa bakkaskraut en fyrir þá sem ekki vita þá er það er skraut sem við notum til að skreyta bakka farþeganna og er reynt að finna eitthvað sem einkennir hvert land og er þetta hugsað sem lítil gjöf til farþeganna. Einnig var gerð mikil leit að kisu með veifandi hendi sem var uppseld ;( en við skvísurnar ákváðum að kaupa Bentobox (hægt að nota undir Miso súpur, sushi eða bara nammi) og ætlum að fá lánað hjá hvor annarri ef með þarf í matarboð. Svo fór þorstinn að gera vart við sig og svona ykkur að segja þá er það ekki auðvelt að finna staði sem selja drykki en mjög auðvelt að kaupa sveðjur. Mjög skrýtið. Við ætluðum á Sushi stað en vegna þess að ekki allir borða það ákváðum við að finna annan stað og staðurinn sem við fundum var mjög öðruvísi svo ekki sé meira sagt.Þið munið kannski eftir skírskotunina í Lísu í Undralandi í fyrri bloggfærslu en þessi staður var ekki hannaður fyrir hærra fólk en 1.25 sm. og fékk t.d. Björg vænt horn (var með hala fyrir) eftir að hafa rekið sig í þannig að þetta er allt í jafnvægi. Án grins þá rúmar barinn rúmar u.þ.b. 100 Japani (í puttalandi!) en ekki 10 Íslendinga en þröngt mega sáttir sitja.
Einu höfum við tekið eftir, að hér er ekkert þjórfé gefið og ef eitthvað er þá er þjónustulundin síst minni heldur en þar sem háum fúlgum er varið í slíkt.
Dagurinn leið ljúft og áður en við vissum var komið kvöld og var ákveðið að borða snemma enda er flug til Hanoi í Víetnam á dagskrá árla næsta morgun.
Sayonara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2010 | 11:09
Miðvikudagur 13.október 2010
12.10.2010 | 16:43
Osaka - Kyoto
Hættu nú Takka, nú er komið nóg
Vakning var stundvíslega klukkan 08:15 á degi eitt og var fólk mishresst, það var eins og sumir hefðu lent undir valtara en aðrir báru sig vel.
Misó súpa, dumplings, hrísgrjóna fiskisúpa sem og alþjóðlegur morgunverður í Barbie stærð rann ljúflega niður. Við fundum all snarlega fyrir dýrtíðinni hér því morgunmaturinn kostaði 3.200 YEN eða u.þ.b. 4.000 ÍKR.
Við sátum vel og lengi og borðuðum fyrir ALLAN peninginn! En ekki hvað?
Leiðangursstjórarnir (essin tvö Sigurvin og Steinar ) sáu um skipulagningu dagsins, en framundan var dagsferð til Kyoto. Við ætluðum með hraðlestinni en vegna tungumálaörðugleika skelltum við okkur í eitt stærsta neðanjarðarkerfi á byggðu bóli í venjulega lest en það skiptir nú ekki öllu.
Lestarferðin til Kyoto var þægileg, hinsvegar urðu stúlkurnar, sem eru í minnihlutahópi í þessari áhöfn, fyrir miklum vonbrigðum þegar þær uppgvötuðu á leiðarenda að þær hefðu átt að ferðast með kynsystrum sínum í dömuvagninum, en þar er allt káf og aðrir ósiðir stranglega bannaðir.
Í Kyoto beið okkar hin japanska Takka sem tók starf sitt mjög alvarlega svo ekki sé meira sagt. Ferðin hófst með strætóferð með innfæddum. Síðan tók við um 8 km og 5 klukkustunda gönguferð á milli frægra hofa og bænahúsa. Úff - já 5 klukkustundir!
Fyrsti áfangastaðurinn var Kiyomizu hof með um 30 byggingum byggt í brattri hlíð með eftirtektatverðum arkitektúr. Þar t.d. hrækti Bjössi óvart í heilagan brunn og heyrðist þá í einhverjum: European´s. He he.
Næsti áfangastaður var Kodaiji hof, sem hreyfði mikið við okkur en þar var ótrúlegur friður og mikil ró yfir staðnum.
Þriðji staðurinn var Yasaka bænahús (shrine) og var hrifningin engu minni á þessum stað.
Á leið okkar á milli staða urðu á vegi okkar Miko en það eru Geiko eða Geisjur í þjálfun og útskýrði Takka vel og rækilega allt það ferli fyrir okkur.
Við vorum eins og Lísa í Undralandi alveg dolfallin af hrifningu svo ekki sé meira sagt og Kyoto án efa ein hreinasta borg sem við höfum komið til og höfum við mikla sameiginlega ferðareynslu.
Japanir eru sérstaklega snyrtilegir, kurteisir, þægilegir og glaðir. Eins er ljóst að bandarísk matarmenning með öllum sínum ókostum hefur sem betur fer enn ekki náð fótfestu hér enda eru flestir hér mjög grannir og ENGINN borðandi né drekkandi úti á götu og er hvergi rusl né tyggjóslettur að sjá og allt stífglansandi.
Hinsvegar eins og við hin þá eiga þeir sýna sérkennilegu einkenni og hér kemur eitt þeirra þeir ganga nánast allir sem einn í of stórum skóm allavega svona tveimur til fjórum múmerum of stórir. Síðan eru skórnir notaðir eins og töflur.
Annað varðandi skótískuna hér en Stígvélaði kötturinn hefði verið á heimavelli í 27C hita því loðfóðruð stígvél eru greinilega málið.
Karlpeningurinn er enginn eftirbátur japanskra fljóða hvað varðar tísku og sáum við fyrir okkur mikla samkeppni kynjanna á Barbie baðherbergjunum á morgnana!
Eftir daginn voru íslensku Víkingarnir með sauðasvipinn orðnir ansi lúnir en Takka tók ekki í mál að stytta gönguferðina hvað þá að hleypa okkur í bjórpásu!
Okkur tókst að fá 5 mínútur til að fjárfesta í Kimanóum á dömurnar, meira að segja Vintage kímanó með vonandi gott karma.
Það verður hinsvegar örugglega gaman að fylgjast með okkur þegar við reynum að gera slaufur með beltunum sem eru hluti af búningnum en þær verða bundnar af Twin Peaks tvíburabræðrunum Jóni Oddi of Jóni Bassa kokkum ;)
Eftir að leiðsögukonan Takka skildi við okkur í Kyoto, og kunnum við henni mestu þakkir fyrir frábæran dag, lá leið okkar beint á McDonald´s Ekki alveg heldur fórum við beint á Sushi stað og nutum við þess í ystu æsar að borða ljúffengu kræsingarnar sem við pöntuðum okkur en á meðan við biðum eftir matnum fengum við alveg ópantaðan forrétt, fiskihausa í einhverju jukki meira segja með tönnum og uggum. Jakk en hver er siður í sínu landi
Að matnum loknum lá leið okkar í lestina sem kom okkur heim og var mikið slefað og sofið á leiðinni.
Sayonara í bili, knús og kossar,
FI-1440 er over and out.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2010 | 15:46
Þriðjudagur 12. október 2010
12.10.2010 | 01:28
Japönskukennsla dagsins
Góðan daginn-Konnichi wa
Hvernig hefur þú það-Ogenki deska
Takk-Arigato
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 14:41
Rjóð í "kinnum".
Við brottför frá Seattle á leið til Petropavlovsk á Kamchatskaskaga í Rússlandi má með sanni segja að það hafi verið hellt úr fötu yfir stífpressaða áhöfnina sem og farþegana. Augnablikið sem allir höfðu beðið efir var loksins gengið í garð og allir önduðu léttar. Ferðalagið var hafið og framundan var 7 tíma flug til Rússlands til að taka eldsneyti. Eftir það beið okkar annað 4 tíma flug til Osaka.
Fyrir flugtak var boðið uppá Kampavín og Mímósu, einnig freistaði "BM" þó nokkurra.
Að sjálfsögðu fórum við af stað á undan áætlun með "pushback" 15 mínútum fyrir áætlun og var flugtakið 17:59 GMT.
Flugvélin okkar, TF-FII sem nefnd var Eyjafjallajökull, verður heimilið okkar að heiman næstu þrjár vikurnar og að sjálfsögðu vakti það strax viðbrögð hjá farþegum þar sem þetta nafn hefur heldur betur farið eins og eldur í sinu (eldgos) um heimsbyggðina síðan í vor, sumir reyndu meira að segja að bera nafnið fram.
Eftir um það bil fjögurra tíma flug fórum við yfir daglínuna á Kyrrahafinu og þar með breyttist flugvélin okkar í tímavél og sunnudagskvöldið 10. október kl. 22:50 varð að mánudagsmorgninum 11. október kl. 10:50 á einu andartaki.
Steinar flugstjóri hélt farþegunum vel upplýstum um staðreyndir tímaflakksins og höfðu við öll gaman af.
Flugið til herflugvallarins Petropavlovski gekk vel og eins og gömlum herflugvell sæmir þá var viðhaldið í slakara lagi og brautin minnti á íslenskan fjallaveg í vorleysingum (;
Á móti okkur tók hópur föngulegra Rússa með óbilandi áhuga á vegabréfum landans. Gegn því að afhenda vegabréfin fengum við að snerta rússneska grund eitt augnablik í haustteygjunum. Okkar kona á staðnum var einstaklega falleg og liðleg og áður en við vissum vorum við komin með flugtaksheimild og alles.
Flugið til Osaka í Japan tók um 4 tíma og var byrjað á því að framreiða íslenskan kavíar, ísskaldan vodka og kampavín.
Að því loknu var borinn fram kvöldmatur með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og vakti maturinn og þjónustan um borð mikla lukku.
Þrátt fyrir langan flugtíma rétt náðum við að skella okkur í sætin áður en Jökulinn okkar snerti japanska grund.
Við tók japönsk nákvæmni þar sem hvert smáatriði var skipulagt út í ystu æsar, við vorum varla lent fyrr en búið var ganga frá öllum atriðum í undirbúningi fyrir brottflugið til Hanoi í Víetnam að tveimur dögum loknum, meira að segja var búið að úthluta flugvélastæði við rana númer 40 og geri aðrir betur!
Ógleymanleg augnablik:
Einn af farþegunum okkar bað Bassa um "sport jackertinn" sinn, og Bassi allur að vilja gerður reif upp alla skápana um borð að leit sinni að "íþróttajakkanum" góða, sem skildist sem t.d. Nike, Puma, Adidas og meira að segja Henson merki.
Málið upplýstist þegar skyndikennsla í ensku fór fram og kom þá í ljós að "sport jacket" er bara gamaldags herrajakki eða "Blazer".
Eftir langa vakt fannst okkur þetta það alfyndnasta sem við höfðum lengi heyrt eða verið blog.is fært!!
Einn rausnarlegur herramaður að vanda ákvað að panta tónik (getið fyrir hvern) á hótelinu. Skömmu síðar mætir fögur japönsk mær með lítið handklæði á því lá agnarsmá flaska af "hairtonic" eða hárstífelsi!
Tungumálaerfiðleikarnir lengi lifi. Þetta minnti óneitanlega suma á þegar ein ónefnd pantaði "Bloddy Mary" í einu afríkuríkinu hér um árið og var spurð hvort það væri samloka!!
Salernismál hér eru öðruvísi en við eigum að venjast en fyrir þá sem ekki vita þá eru japönsk klósett hátæknivætt, með þrýstistútum og hitara í setu þannig að erfitt hefur verið að ná sumum af dollunni.
En nóg í bili og heyrumst á morgun. Sayonara.
Bloggar | Breytt 12.10.2010 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2010 | 12:47
Mánudagur 11. okt. 2010
Þegar þú hættir að láta þig dreyma, þá hættirðu að lifa.
Spakmæli dagsins | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heimsferðin 2010
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar