Sunnudagur 10. október 2010

Hamingjan er það, að hafa eitthvað að starfa, eitthvað að elska og eitthvað að vonast eftir. Josepb Addisson.

Keflavík-Seattle

TÁR, BROS OG HÆLASKÓR!


“Not I - not anyone else, can travel that road for you.

-You must travel it for yourself.”


Þessi fleygu orð eru höfð eftir ljóðskáldinu bandaríska Walt Whitman og

gerum við þau að okkar, enda eiga þau vel við!


Mættum galvösk, sum okkar í áhafnaherbergið í Reykjavík kl. 6:10 og restin af galvaska fólkinu í Keflavík. Það var sammerkt með okkur öllum að við höfðum sofið misvel og reyndist andvökutímabilið hjá flestum áhafnarmeðlimum vera til um kl 01:30.

Öðrum reyndist erfitt að vakna en við nefum engin nöfn!


TF-FII, sem nýlega hlaut nafnið Eyjafjallajökull, beið okkar úti á hlaði en þangað fórum við nánast rakleitt eftir að hafa innritað töskurnar okkar og keypt íslenskt sælgæti til að gleðja farþegana okkar sem bíða okkar fullir tilhlökkunnar. Vélin var og er alveg til fyrirmyndar, ákaflega snyrtileg og glæsileg.


Við byrjuðum á því sem við gerum alltaf, héldum smá fund, fengum flugtímann sem var 7 klukkustundir og 35 mínútur á leið okkar til Seattle þar sem ferðin hefst formlega og gerðum svo okkar öryggisskoðun og annað sem okkur ber að gera.

Það var mikill handagangur í öskjunni, verið var að leggja lokahönd á það að raða inn í eldhúsin og svona ykkur til upplýsingar að þá er ekkert lítið sem fylgir svona heimsborgurum (; enda allt til alls.


Að hleðslu lokinni var hurðum vélarinnar lokað og þær tengdar!

Þetta var að bresta á… Öll tilhlökkunin og spennan sem brotist hefur út á ýmsan skemmtilegan hátt hjá okkur varð að veruleika.

Á slaginu 8:30 hófum við okkur til flugs, líkamlega og ekki síður andlega, sum okkar með súrsæt tár í augnhvörmunum eftir að hafa kvatt ástvini okkar og fjölskyldur en með það fyrir víst að jafnframt verði endurfundir okkar þeim mun sætari þegar heim er komið. Við verðum núna samrýmd fjölskylda næstu þrjár vikurnar og munum við reiða okkur hvert á annað.


Eftir tæplega sólarhringsdvöl í Seattle er stefnan tekin til Japans með millilendingu í Rússlandi til að taka eldsneyti en við segjum nánar frá því síðar.


Við kveðjum í bili og þökkum fyrir allan stuðninginn sem okkur hefur verið veitt af okkar nánustu og öllum þeim sem komu að því að gera þessa ferð að veruleika.


Kveðja, áhöfnin FI-1440, ROGER – ROGER - OVER - OUT!

HUH?



IMG 3347litilIMG 3357litil

Margar hendur vinna létt verk!

Flugeldhúsið - heimavöllur Bassa og Jóns.

Við flugfreyjurnar ákváðum hittast miðvikudaginn 6. október uppi í Flugeldhúsi, undir handleiðslu Jennýar Þorsteins, sem hefur staðið sig eins og hetja við það að púsla þessu öllu saman! Takk fyrir allt Jenný (; og er rétt hægt að ímynda sér hvað þú verður glöð þegar við höldum á vit ævintýranna frá Seattle.

Tilgangur ferðarinnar var að hitta Bassa og Jón og raða í kisturnar og borðin eftir nákvæmum og útpældum leiðbeiningum og teikningum, svona fyrir fyrsta legg og kannski rúmlega það. Ýmisskonar hlutir gerðir eins og fyllt á snyrtibuddur o.fl. Kokteilhristarar tíndir til og annað sem við þurfum að nota. Þetta verður fjör ;)

Auk þess fengum við að skoða vélina TF-FII eða Eyjafjallajökulinn okkar sem verður okkar annað hemili næstu 3 vikurnar en hún er búin að vera í hamskiptum uppi í flugsskýli hjá ITS síðustu daga.

Það eru m.a. ný teppi á gólfum, búið að setja upp huggulegan lounge eða setustofu aftast og þar munu Kristín Ingva og Birgitta María þjóna til borðs líkt og á veitingastað og mun Jón vera í því eldhúsi. En að öðru leyti eru lúxussæti um alla vél sem Björg Jónasar og Kristín Helga munu sjá um, svona gróflega skipt en Bassi verður í fremra eldhúsi.
Það mun ekki væsa um farþegana okkar, frekar en fyrri daginn og allir í áhöfninni svo áhugasamir og tilbúnir í þetta einstaka ferðalag - ekki annað hægt!

ZÚMBA - ZÚMBA í boði Nordica Hótels

Í síðustu viku var hist og farið í Zumba tíma á Nordica Hóteli og var tíminn í boði þeirra og kunnum við þeim best þakkir fyrir það.
Þetta var alveg geggjaður tími og allir höfðu mikið gaman af og höfðu mismiklar harðsperrur upp úr krafsinu.

Svo er aldrei að vita nema afrakstur tímans verði notaður í frumsaminn dans áhafnarinnar - og já, það verður kirfilega fest á minniskubb.

En nóg í bili - allir eru að hnýta síðustu lausu hnútana fyrir brottförina sem verður innan 40 klukkustunda...!

Adios amigos...


« Fyrri síða

Um bloggið

Heimsferðin 2010

Áhöfnin á FI1440

Áhöfn FI1440
Áhöfn FI1440
Áhöfnin á FI1440 í heimsferð Lakani frá 9. - 30. október 2010

Færsluflokkar

Nýjustu myndböndin

Jeppasafari í Abu Dhabi

Debbie does Dubai

Sólsetrið í eyðimörkinni í Abu Dhabi

Gifting að Hindúa sið

Eldheitur dansari í boðinu með farþegunum

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband